Fara beint í efnið

Embætti landlæknis er faglegur ráðgjafi stjórnvalda um hreyfingu og birtir ráðleggingar í samvinnu við helstu sérfræðinga á sviði hreyfingar hér á landi.

Hreyfiráðleggingar 2024 er afrakstur vinnu faghóps á vegum embættis landlæknis sem í eiga sæti sérfræðingar frá embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Ráðleggingarnar byggja meðal annars á ráðleggingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofuninni sem komu út 2020, auk þess sem horft var til útgefinna ráðlegginga frá Bandaríkjum og öðrum Norðurlöndum.

Ráðleggingarnar eru gefnar út fyrir eftirfarandi hópa: börn, fullorðna, eldra fólk, börn og fullorðna með fötlun og fyrir meðgöngu og eftir fæðingu.

Meginmarkmið starfsemi embættis landlæknis á sviði hreyfingar er að stuðla að því að sem flestir landsmenn, á öllum aldri, hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu og takmarki kyrrsetu eins og hægt er.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis