Fara beint í efnið

Kyrrseta er vökutími sem varið er sitjandi eða liggjandi og orkunotkun er lítil, til dæmis heima, í vinnu/skóla og í ferðum á milli staða.

Ákefð hreyfingar er gjarnan mæld eftir orkunotkun, á skala 0-10 MET (metabolic equavalent of task). Þegar einstaklingur er í hvíld er orkunotkun hans að jafnaði 1 MET. Rösk hreyfing (miðlungserfið) krefst þrisvar til sex sinnum meiri orkunotkunar en hvíld (3-6 MET) og kröftug hreyfing (erfið) krefst meira en sex sinnum meiri orkunotkunar en hvíld. Kyrrseta skilgreind sem svo að orkunotkun er undir 1.5 MET.

Takmarka ætti þann tíma sem varið er í kyrrsetu. Það hefu jákvæð áhrif á heilsuna að skipta út tíma í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er, þar með talið lítilli ákefð. Þeim mun meiri tíma sem varið er í kyrrsetu, þeim mun mikilvægara er að leitast við að hreyfa sig lengur rösklega eða kröftuglega, til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum langvarandi kyrrsetu.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis