Fara beint í efnið

Leiðbeiningar við ritun dánarvottorða

Skráning dánarvottorða á pappír - leiðbeiningar

Dánarvottorðinu er skipt í tvo hluta. Á forsíðunni eru skráðar stjórnsýslulegar upplýsingar en á baksíðu eru færðar inn læknisfræðilegar upplýsingar um dánarorsakir og hvernig dauða bar að. Eftir að læknir hefur fyllt út dánarvottorð skal brjóta það saman og líma aftur, með stjórnsýsluhliðina út á við en læknisfræðilega hlutann hulinn. Vottorðið má ekki opna fyrr en það er komið í vörslu embættis landlæknis. Þar eru upplýsingarnar um dánarmein kóðaðar samkvæmt ICD-10, alþjóðlegri tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og gögn færð í dánarmeinaskrá landlæknis.

Dánarvottorð ritar sá læknir sem skoðar líkið eða sá sem ber ábyrgð á því að líkið sé skoðað. Hafi andlát verið tilkynnt lögreglu má ekki rita dánarvottorð fyrr en hún hefur ákveðið að ekki sé ástæða til réttarlæknisfræðilegrar líkskoðunar eða réttarkrufningar. Ef réttarlæknisfræðileg líkskoðun er gerð skal dánarvottorð ritað af lækninum sem tók þátt í skoðuninni. Læknir sem framkvæmir réttarkrufningu ritar dánarvottorð. Læknir sem kvaddur er til vegna líkskoðunar skal gera lögreglu viðvart ef: 1) ætla má að andlát tengist refsiverðu athæfi, sjálfsvígi eða andláti af völdum slyss, 2) maður hefur fundist látinn 3) dauðsfall er óvænt, 4) maður andast í fangelsi eða á öðrum áþekkum stað eða 5) ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð.

Dánarvottorð skal vera skýrt útfyllt og allar upplýsingar sem eru aðgengilegar við útfyllingu dánarvottorðs skulu færðar í viðeigandi reiti á vottorðinu. Dánarvottorðið skal rita með prentstöfum. Sjá sýnishorn.

Skráningaratriði á forsíðu vottorðs


Á bakhlið vottorðsins skal færa læknisfræðilegar upplýsingar sem eru ætlaðar til skráningar í dánarmeinaskrá embættis landlæknis.

Skráningaratriði á bakhlið vottorðs


Þjónustuaðili

Embætti land­læknis