Fara beint í efnið

Lyfjanotkun - tölur

Um lyfjatölfræði og lyfjagagnagrunn

Lyfjagagnagrunnur er undirstaða tölfræðilegra upplýsinga um lyfjanotkun landsmanna. Auk þess er hann lykilþáttur í eftirliti embættis landlæknis með lyfjaávísunum og mikilvæg uppspretta landsþekjandi gagna til vísindarannsókna.

Lyfjagagnagrunnur landlæknis inniheldur nánast fullþekjandi rauntímaupplýsingar fyrir allar afgreiðslur lyfseðilskyldra lyfja utan sjúkrahúsa. Gögn í lyfjagagnagrunni berast eftir nokkrum leiðum í grunninn en einkum er um að ræða rafrænar sendingar upplýsinga um lyfjaávísanir frá starfsfólki heilbrigðisþjónustu og rafrænar upplýsingar um afgreiðslu lyfja í lyfjabúðum.

Lyfjagagnagrunnur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki. Starfandi læknar á Íslandi hafa í gegnum lyfjagagnagrunn aðgang að lyfjasögu skjólstæðinga sinna sjö ár aftur í tímann. Góð yfirsýn læknis yfir lyfjanotkun skjólstæðinga sinna er mikilvægur þáttur í að auka öryggi og gæði í lyfjameðferð og stuðlar þannig að auknu hagræði í heilbrigðisþjónustu. Einstaklingar hafa enn fremur aðgang að eigin lyfjasögu í gegnum vefinn heilsuvera.is

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis