Tölfræði

Sjá stærri mynd

Heilbrigðistölfræði snýst um skráningu, söfnun, flokkun, úrvinnslu, greiningu og túlkun upplýsinga um heilbrigðismál og lýðheilsu.

Eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis er að safna upplýsingum um heilbrigðismál í þeim tilgangi að hafa yfirsýn yfir heilsufar landsmanna og heilbrigðisþjónustu og að stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins. Markmið embættisins er að hafa handbærar nýjar, nákvæmar og áreiðanlegar tölulegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar heilbrigðisyfirvöldum til stjórnunar, eftirlits, mats á árangri og gæðum, stefnumörkunar og áætlanagerðar.

Unnið er að þessu markmiði með margvíslegum hætti. Mikil áhersla er lögð á samræmda skráningu heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðisstofnana en slíkt eflir gæði skráningar og skilar áreiðanlegri og samanburðarhæfari gögnum. Í öðru lagi er áhersla lögð á að koma á rafrænum rauntímasendingum í gagnasöfn embættisins til þess að hraða gagnasöfnun og úrvinnslu. Í þriðja lagi er lögð áhersla á veita notendum aðgang að tölfræðilegum upplýsingum með gagnvirkum fyrirspurnum í vöruhús gagna. Þá er sjónum mjög beint að því að tryggja öryggi í móttöku, úrvinnslu og annarri meðhöndlun gagna.

Til þess að koma upplýsingum sem fyrst á framfæri eru tölulegar upplýsingar úr heilbrigðisskrám og rannsóknum birtar á vef embættis landlæknis um leið og þær eru tilbúnar.

Síðast uppfært 15.12.2020