Tölfræði og rannsóknir

Gagnasöfn

Embætti landlæknis hefur skv. lögum það hlutverk að safna saman og vinna úr gögnum um heilsufar og heilbrigðisþjónustu og heldur skrár um gögnin á landsvísu. Skrárnar veita yfirsýn yfir heilsufar landsmanna og heilbrigðisþjónustu og skapa grundvöll fyrir eftirlit, gæðaþróun og rannsóknir.

Rannsóknir

Embætti landlæknis framkvæmir og tekur þátt í fjölmörgum rannsóknum. Embættið stuðlar einnig að rannsóknum annarra með því að veita aðgang að gögnum úr gagnasöfnum sínum, bæði úr heilbrigðisskrám landlæknis og gagnasöfnum sem orðið hafa til vegna rannsókna hjá embættinu.

Tölfræði

Tölulegar upplýsingar um heilsufar landsmanna og heilbrigðisþjónustu. Tölfræðin er nýtt í rannsóknum og fjölþjóðlegum samanburði, til stjórnunar, eftirlits, mats á árangri og gæðum, stefnumörkunar og áætlanagerðar heilbrigðisyfirvalda.

Flokkunarkerfi

Flokkunarkerfi heilbrigðis-
þjónustunnar eru notuð til að samræma skráningu og vinnslu heilbrigðisupplýsinga auk þess að auðvelda varðveislu, endurheimt, úrvinnslu og túlkun gagna. Embætti landlæknis hefur yfirumsjón með flokkunarkerfunum hér á landi.

Síðast uppfært 27.03.2018