Fara beint í efnið

Slys - tölur

Skráning slysa

Tölur um slys byggja á skráningu í slysaskrá. Formleg skráning í slysaskrá hófst árið 2001 en lauk haustið 2022. Markmið skrárinnar var að samræma skráningu slysa og veita yfirlit yfir fjölda þeirra, orsakir og afleiðingar, þannig að unnt væri að hafa áhrif á þessu sömu þætti. Hlutverk slysaskrár var enn fremur að skapa möguleika á ítarlegri rannsóknum á slysum.

Slysaskrá inniheldur staðlaðar upplýsingar um slys með meiðslum og upplýsingar um eignatjón í umferðaróhöppum. Einungis voru skráðar lágmarksupplýsingar um slysið sjálft og hinn slasaða einstakling, svo sem tegund slyss, vettvangur, sveitarfélag, tímasetning, kyn og aldur.

Slysaskrá er varðveitt hjá embætti landlæknis en skráin á stoð í lögum um landlækni og lýðheilsu.

Líta ber á tölfræði um slys sem ákveðna nálgun á heildarumfangi slysa á Íslandi, fyrst og fremst vegna þess að skráningaraðilum fjölgaði með tímanum sem kann að hafa áhrif á skráningu slysa.

Um nokkurt skeið hefur verið í farvatninu að endurskoða skráningu slysa innan heilbrigðisþjónustunnar og þar af leiðandi útgefna tölfræði um slys.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis