Fara beint í efnið

Lífsýni

Vísindarannsóknir

Í sumum tegundum vísindarannsókna er nauðsynlegt að nota lífsýni úr einstaklingum. Fyrir slíkum vísindarannsóknum þarf alltaf leyfi vísindasiðanefndar.

  • Ef safna á lífsýnum sérstaklega til nota í vísindarannsóknum þarf ábyrgðarmaður rannsóknar að leita eftir upplýstu, óþvinguðu samþykki þess sem lífsýnið gefur.

  • Samþykkið skal veitt skriflega og af fúsum og frjálsum vilja, eftir að væntanlegur lífsýnisgjafi hefur verið upplýstur um markmið með töku sýnisins, gagnsemi þess, áhættu samfara tökunni og að lífsýnið verði varðveitt til frambúðar í lífsýnasafni vísindasýna.

  • Ef nota á lífsýni sem þegar voru vistuð í lífsýnasafni til vísindarannsókna þarf, auk leyfis vísindasiðanefndar eða siðanefndar, að fá leyfi safnstjórnar viðkomandi lífsýnasafns.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis