Fara beint í efnið

Kynsjúkdómar

Hvert fer ég í kynsjúkdómapróf?

Hafir þú haft kynmök við einhvern sem þú þekkir ekki vel eða treystir ekki getur þú farið til læknis og látið athuga hvort þú hafir smitast af kynsjúkdómi. Mestur hluti þeirra sem smitast eru einkennalausir en einnig geta einkenni komið í stuttan tíma og horfið svo. Sjúkdómurinn er þó ekki farinn.

Leitaðu strax læknis ef þú hefur einkenni sem bent geta til kynsjúkdómasmits

Margir hafa á tilfinningunni að eitthvað gæti verið að án þess að geta bent á ákveðin einkenni. Ef um það er að ræða er um að gera að hafa samband á næstu heilsugæslustöð og ræða við lækni eða hjúkrunarfræðing og fá leiðbeiningu um framhaldið. Oftast er byrjað á að fá þvagprufu, blóðprufu og gera skoðun.

Þú getur leitað til þessara aðila:

  • A1, göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Landspítala Fossvogi, vegna kynsjúkdóma.
    Bóka þarf tíma í síma 543 6050 á milli kl. 8:15 og 15:00.

  • Göngudeild smitsjúkdóma A3, Landspítala Fossvogi, vegna HIV, lifrarbólgu B og C.
    Bóka þarf tíma í síma 543 6040.

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri býður upp á móttöku ungs fólks á þriðjudögum frá kl. 13:00-16:00, bóka þarf tíma í síma 432-4600, sjá nánar á vef heilsugæslunnar.

  • Heilsugæslustöðvar landsins. Sjá þjónustuvefsjá.

  • Læknavaktin, Austurveri, Háaleitisbraut. Sími: 1770 (+354 544 4113).

  • Sjá einnig Heilsuvera.is

  • Kvensjúkdómalæknar (fyrir konur) eða þvagfærasérfræðingar (fyrir karla), kynsjúkdómalæknum og öðrum sérfræðingum á einkastofum.

Samantekt

  • Hægt er að panta tíma alla virka daga hjá lækni á heilsugæslustöðvum og hjá lækni/hjúkrunarfræðingi á A1 og A3 á Landspítala Fossvogi.

  • Sé óskað eftir þjónustu samdægurs er hægt að fara á síðdegisvaktir heilsugæslustöðvanna og á Læknavaktina sem opin er til 22:00 alla virka daga og um helgar.

  • Hægt er að fá HIV-próf alla virka daga.

  • Það er ekki hjá því komist að bíða í fáeina daga eftir niðurstöðum prófa, það er nauðsynlegt til þess að tryggja gæði niðurstaðanna. Slíkt ferli tekur mislangan tíma eftir því hvaða sjúkdóm verið er að greina. Unglingar jafnt sem aðrir hafa aðgengi að ofangreindum stöðum.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis