Bólusetning COVID-19
Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk varðandi bólusetningu gegn COVID-19
- Leiðbeiningar um COVID 19 vaccine MODERNA bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk. 1. útg. (12.01.2021).
- Leiðbeiningar um Comirnaty COVID-19 mRNA bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk, 4. útg. (20.01.2021).
- Blöndun bóluefnisins (myndband) - Leiðbeiningar.
- Dreifing, umsýsla, geymsla og förgun bóluefna gegn COVID-19 á heilbrigðisstofnunum (Lyfjastofnun, 21.12.2020)
- Bólusetning eldri og hrumari einstaklinga.
- Algengar spurningar heilbrigðisstarfsfólks.
Skráningarkerfi - leiðbeiningar
- Bólusetning skilgreindra hópa (myndband) - Leiðbeiningar v/skráningarkerfi.
- Hópar innan sóttvarnaumdæma (myndband) - Leiðbeiningar v/skráningarkerfi.
Grunur um ofnæmi
- Viðbragðssett vegna bólusetningar - Leiðbeiningar.
- Leiðbeiningar vegna bráðaofnæmis.
- Bráðaofnæmiskast - Plakat.
Aukaverkanir
Samkvæmt nýjum lyfjalögum, nr. 100/2020, er heilbrigðisstarfsmönnum skylt að tilkynna alvarlega, nýja eða óvænta aukaverkun af notkun lyfs á vef Lyfjastofnunar.
Aukaverkanir af COVID-19 bóluefnum
Aukaverkanir eru óæskileg áhrif lyfs eða bóluefnis. Öll bóluefni geta valdið aukaverkunum en alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Ef spurningar vakna eru einstaklingar hvattir til að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsmann.
Hverju má búast við eftir bólusetningu?
Fyrstu 1-2 dagana eftir bólusetningu má búast við vægum, skammvinnum aukaverkunum sem yfirleitt eru með öllu skaðlausar. Þetta geta t.d. verið óþægindi á stungustað, þreyta, höfuðverkur, verkir í vöðvum og liðum, kuldahrollur, hiti og ógleði. Þetta eru merki um að líkaminn sé að mynda ónæmissvar og að bóluefnið hafi tilætluð áhrif. Ekki þarf að hafa samband við lækni ef þessi einkenni koma fram. Upplýsingar um þekktar aukaverkanir má finna í fylgiseðli hvers bóluefnis á serlyfjaskra.is. Ef spurningar vakna eru bólusettir einstaklingar hvattir til að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsmann.
Tilkynna aukaverkun
Eins og gildir um önnur ný lyf á markaði er mikilvægt að fylgjast með aukaverkunum af völdum bóluefna gegn COVID-19. Tilkynningar, bæði frá þeim sem hafa fengið bólusetningu sem og heilbrigðisstarfsfólki, eru mikilvægar.
Allir geta tilkynnt aukaverkun lyfja (þ.m.t. bóluefna). Aðstandendur og starfsfólk, t.d. á dvalarheimilum, geta einnig tilkynnt um aukaverkun fyrir skjólstæðinga. Lögð er sérstök áhersla á að tilkynntar séu nýjar aukaverkanir (aukaverkanir sem ekki eru þekktar og er þar af leiðandi ekki getið í fylgiseðlinum), og alvarlegar aukaverkanir (aukaverkanir sem t.d. kalla á innlögn á sjúkrahús). Hægt er að tilkynna aukaverkanir til heilbrigðisstarfsfólks eða á vef Lyfjastofnunar.
Síðast uppfært 20.01.2021