Fara beint í efnið

InterRAI-mat fyrir hjúkrunarþarfir og heilsufar

Innleiðing interRAI-mats í heimaþjónustu

InterRAI-mat (Raunverulegur aðbúnaður íbúa) er alþjóðlegt mælitæki til að meta heilsufar, hjúkrunarþarfir og þörf skjólstæðinga fyrir þjónustu. Mælitækið er þróað í Bandaríkjunum og Kanada, en hefur verið þýtt og staðfært víða um heim. Ýmsar útgáfur eru til af InterRAI-mati og má þar nefna InterRAI-mat fyrir hjúkrunarheimili (InterRAI Nursing Home), InterRAI-mat fyrir heimaþjónustu (InterRAI Home Care) og InterRAI-mat fyrir geðheilbrigðisþjónustu (InterRAI Mental Health).

InterRAI-mat hefur um árabil verið framkvæmt á öldrunarstofnunum á Íslandi og hafa rekstrardaggjöld til stofnana, m.a. að hluta til byggt á hjúrkunarþyngdarstuðli samkvæmt InterRAI-mati. Frá 2011 hefur InterRAI Home Care (InterRAI HC) verið í notkun í heimaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Kynningarfyrirlestur um InterRAI-mat fyrir heimaþjónustu (InterRAI HC), upphafsmat og MAPLE

Með kynningarfyrirlestrinum  er ætlunin að kynna notagildi InterRAI-mats fyrir heimaþjónustu (InterRAI HC), mismunandi hluta mælitækisins og lengd þess. Fjallað er um MAPLE reikniritið sem hægt er að nota til að rökstyðja og forgangsraða þjónustu til einstaklinga sem búa heima og hvernig InterRAI HC og MAPLE er notað í Kanada. Einnig verður farið yfir helstu niðurstöður úr þróunarverkefninu árið 2013 þar sem bæði var unnið með InterRAI HC og MAPLE reikniritið.

Innleiðing á InterRAI-HC í heimahjúkrun hófst að nýju þann 1. október 2016. Kynning og kennsla á nýtingu niðurstaðna fór fram í öllum landshlutum og telst innleiðingu nú lokið.

Kennslumyndbönd

Önnur gögn

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis