Fara beint í efnið

Fæðubornir sjúkdómar af völdum sýkla í matvælum getið ýmist verið matareitranir eða matarsýkingar.

Hvað eru súnur?

Súnur (zoonoses) eru smitsjúkdómar sem eru mönnum og dýrum sameiginlegir og geta borist frá dýrum til manna og frá mönnum til dýra.

Þeir smitast annaðhvort með beinni snertingu eða óbeint í gegnum matvæli og fóður. Þekktustu dæmin um súnur eru Salmonella og Campylobacter sýkingar.

Matarbornir sjúkdómar

Matarbornir sjúkdómar er samheiti yfir matareitranir og matarsýkingar. Þeir geta leitt til alvarlegra veikinda þó þeir gangi oftast yfir á skömmum tíma. Umfang matarborinna sjúkdóma er afar breytilegt, allt frá stöku tilfellum til stærri faraldra, sem geta breiðst út samtímis í mörgum löndum. Aukin milliríkjaviðskipti með matvæli valda aukinni útbreiðslu þeirra milli landa.

Sóttvarnastofnun Evrópu og aðrar alþjóðlegar stofnanir vakta matarborna sjúkdóma í Evrópu og víðar, en með samvinnu á milli landa má greina og stöðva matarborna sjúkdóma fyrr.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis