Fara beint í efnið

Umhverfisþættir

Líffræðilegir skaðvaldar

Líffræðilegir skaðvaldar eru gerlar, veirur, sveppir, aðrar örverur og tengd eiturefni þeirra sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. Neikvæð áhrif eru allt frá tiltölulega vægum ofnæmisviðbrögðum til alvarlegra sjúkdóma og jafnvel dauða.

Mikilvægt er að verja starfsfólk gegn líffræðilegum skaðvöldum, sérstaklega þar sem unnið er með matvæli, örverur og í landbúnaði þar sem útsetning er mikil.

Hreinlæti og vernd starfsfólks

Þegar um er að ræða starfsemi þar sem heilsu og öryggi starfsmanna er hætta búin vegna vinnu með líffræðilega skaðvalda, erfðabreyttar örverur eða erfðabreyttar lífverur skal atvinnurekandi tryggja að:

  • Starfsfólk borði ekki á vinnusvæðum þar sem hætta er á mengun líffræðilegra skaðvalda.

  • Starfsfólk fái viðeigandi hlífðarfatnað.

  • Starfsfólk hafi aðgang að fullnægjandi snyrti- og salernisaðstöðu, þar á meðal nauðsynlegum hreinsiefnum, svo sem augnhreinsivökva og sótthreinsandi efni fyrir húð.

  • Allar nauðsynlegar hlífar séu geymdar og meðhöndlaðar á réttan hátt.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439