Fara beint í efnið
  • Embætti landlæknis stefnir að því að vinnsla umsókna hefjist ekki síðar en 6 vikum eftir að umsókn berst.

  • Miðað er við að afgreiðsla umsókna frá umsækjendum með menntun innan EES taki ekki lengri tíma en 4 mánuði frá því að öll gögn liggja fyrir, að því er varða þær stéttir sem senda þarf til umsagnar.

  • Miðað er við að afgreiðslutími umsókna um starfsleyfi, til að starfa í hinum svokölluðu samræmdu stéttum (lyfjafræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, tannlæknar), sé almennt ekki lengri en 3 mánuðir frá því að öll gögn liggja fyrir. Með því er átt við að öll tilskilin gögn með umsókn, umsögn sem embættið aflar ef þörf krefur sem og athugasemdir umsækjanda við umsögn, liggi fyrir. Er framangreint í samræmi við ákvæði tilskipunar 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, sem síðari breytingum og reglugerðar nr. 510/2020 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis