Fara beint í efnið

Gagnasöfn embættis landlæknis

Tilgangur gagnasafna

Embætti landlæknis heldur skrár á landsvísu um ýmsa þætti heilsufars og heilbrigðisþjónustu. Lög um landlækni og lýðheilsu kveða á um skyldu landlæknis til að safna upplýsingum með skipulegum hætti, vinna úr þeim, varðveita þær, miðla þeim og skapa þannig grundvöll fyrir eftirlit, gæðaþróun og rannsóknir.

Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að halda smitsjúkdómaskrá, samkvæmt sóttvarnalögum, en upplýsingar í skránni eru m.a. nauðsynlegar til stuðnings sóttvarnastarfi og faraldsfræðirannsóknum.

Tilgangur gagnasafna

  • afla þekkingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu,

  • hafa eftirlit með þjónustunni og tryggja gæði hennar,

  • meta árangur þjónustunnar,

  • nota skrárnar í áætlunum um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu, í vísindarannsóknum og könnunum á heilsu og áhrifaþáttum hennar.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis