Fara beint í efnið

Ferlið fyrir húsaleigu og sértækan húsnæðisstuðning

Ferlið fyrir húsaleigu og umsókn um sérstækan húsnæðisstuðning:

  1. Ef farið er inná leigutorg sérstaklega ætlað Grindvíkingum:

    1. Þú skráir þig hérna inn á leigutorgið með rafrænum skilríkjum. Eingöngu einstaklingar sem voru með skráð lögheimili í Grindavík 10. nóvember 2023 komast inn á vefinn.

    2. Þú skoðar þær eignir sem eru í boði á leigutorginu. Ef þér líst vel á eign þá sendir þú fyrirspurn á leigusala sem getur verið eigandi fasteignarinnar eða einhver sem fer með umboð fyrir hans hönd.

    3. Hægt er að senda fyrirspurn á fleiri en eina eign en eingöngu er hægt að senda eina fyrirspurn á hverja eign.

    4. Þegar leigjandi og leigusali ná samkomulagi gera þeir með sér leigusamning. Best er að gera leigusamning rafrænt hérna til að ferlið gangi sem hraðast fyrir sig.

  2. Ef leigusamningur er gerður á almennum markaði:

    1. Ná samkomulagi við leigusala og gera með honum leigusamning og skrá hann rafrænt hérna til að ferlið gangi sem hraðast fyrir sig.

  3. Senda leigusamning inná HMS

    1. Leigusali eða leigutaki fyllir út leigusamning.

    2. Bæði leigusali og leigutaki þurfa að undirrita samninginn.

    3. Leigusamningurinn er sjálfkrafa skráður í Leiguskrá hjá HMS ef hann er gerður rafrænn hérna.

    4. Bæði leigusali og leigjandi geta fengið umboðsaðila til að undirrita samning fyrir sína hönd. Til dæmis þegar leigusali er búsettur erlendis.

    5. Ef leigutakar sem eru 18 ára eða eldri þurfa að gefa HMS samþykki til upplýsinga öflungar, sjá hérna.

  4. Færa tímabundið aðsetur. Til að geta sótt um sértækan húsnæðisstuðning þurfa allir umsækjendur að færa tímabundið aðsetur á leigueignina. Það er gert hérna.

  5. Sértækur húsnæðisstuðningur - sækja um hérna

    1. Skilyrði:

      1. Umsækjandi og heimilismenn á umsókn voru með lögheimili eða tímabundið aðsetur í Grindavíkurbæ 10. nóvember 2023 og þurftu að yfirgefa heimili sitt á grundvelli laga um almannavarnir.

      2. Umsækjandi og heimilismenn á umsókn búa í leiguhúsnæði og eigi þar lögheimili eða tímabundið aðsetur. Færa þarf lögheimili eða tímabundið aðsetur á leiguíbúðina hjá öllum íbúum.

      3. Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri.

      4. Umsækjandi er aðili að leigusamningi sem skráður hefur verið í Leiguskrá HMS

      5. Umsækjandi og heimilismenn, 18 ára og eldri, hafa gefið samþykki sitt til upplýsingaöflunar

  6. Í umsóknin um sértækan húsnæðisstuðning þarf að koma fram:

    1. Fastanúmer eingarinnar

    2. Kennitölur heimilismanna

    3. Kennitala leigusala

  7. Upphæð stuðnings:

    1. 1 heimilismaður - 150.000 kr.

    2. 2 heimilismenn - 198.000 kr.

    3. 3 heimilismenn - 232.500 kr.

    4. 4 eða fleiri heimilismenn - 252.000 kr.

  8. Frekari upplýsingar um stuðninginn:

  9. Hvenær verður greitt út:

    1. Fyrsta greiðsla vegna þeirra umsókna sem samþykktar hafa verið verður framkvæmd fyrir 15. desember n.k. og er hún vegna leigu í húsnæði utan Grindavíkurbæjar í nóvembermánuði.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fyrir Grindavík

Þjón­ustumið­stöð fyrir Grind­vík­inga

Tollhúsið
Tryggvagötu 19, Reykjavik
Alla virka daga frá kl. 10.00-16.00

Þjónustumiðstöðin í Reykjanesbæ
Smiðjuvöllum 8
Opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 14.00-17.00

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Sími: 420 1100

Þjón­ustu­vefur

Spurt og svarað