Marklýsing sérnáms í meinafræði

Sjá stærri mynd

Lýsing á skjali:
Á grundvelli reglugerðar nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi, sem tók gildi 24. apríl 2015 (sjá viðauka 1), hefur verið unnin marklýsing og stefnumótun um sérnám í meinafræði við meinafræðideild Landspítalans. Að þeirri vinnu komu Lárus Jónasson sérfræðingur, Jón Gunnlaugur Jónasson, sérfræðingur, prófessor og yfirlæknir, Bjarni A. Agnarsson, sérfræðingur, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs, Anna Margrét Jónsdóttir sérfræðingur og formaður Félags íslenskra rannsóknarlækna og Rebekka Guðrún Rúnarsdóttir sérnámslæknir og umsjónardeildarlæknir. Þeir læknar sem hófu sérnám sitt fyrir gildistöku reglugerðar nr. 467/2015 geta sótt um sérfræðiviðurkenningu á grundvelli eldri reglugerðar.

Tegund skjals: PDF

Stærð: 805 KB

<< Til baka