Frítt til Evrópu fyrir reyklausa (Quit and win - Don’t start) - bakhlið

Sjá stærri mynd

Lýsing á skjali:
Frítt til Evrópu fyrir reyklausa Quit and win - Don’t start er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum 15-20 ára og er liður í að hvetja ungt fólk á þessum aldri til reykleysis. Þátttakendur skrá sig með því að senda póstkort eða í gegnum heimasíðu Lýðheilsustöðvar. Allir sem verða reyklausir frá 10. nóvember – 10. desember og eru fæddir á árunum 1985-1990 eiga þess kost að vinna utanlandsferð. Keppnin er tvískipt, annars vegar fyrir reyklausa og hins vegar fyrir þá sem reykja en vilja hætta. Dregið verður um glæsilega vinninga í báðum flokkum um miðjan desember. Nokkur Evrópulönd hafa verið með þetta verkefni undanfarin ár en Lýðheilsustöð annast það hér á landi. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland er með í keppninni en yfir 4.000 krakkar hafa tekið þátt hvort árið sem við höfum verið með en keppnin hefur áður haft yfirskriftina Andaðu léttar og Vertu ferskari. Tilgangur keppninnar er fá ungt fólk til að hugleiða kosti þess að reykja ekki og það verður því að teljast góður árangur að svo margir hafi tekið þátt. Verkefninu er ætlað að stuðla að því að ungt fólk á þessum aldri reyki ekki. Ef þú ert á aldrinum 15 – 20 ára þá endilega taktu þátt og smelltu á myndina hægra megin á forsíðunni eða á tengilinn hér á eftir:,,Frítt til Evrópu fyrir reyklausa".

Tegund skjals: PDF

Stærð: 54 KB

<< Til baka