Aðferðir fólks við að hætta að reykja

Sjá stærri mynd

Lýsing á skjali:
Í þessari rannsókn var leitast við að skoða reykingavenjur fólks og hvað einkenndi þá sem tekist hefur að hætta að reykja. Hlutfall Íslendinga sem reykir hefur farið minnkandi undanfarna áratugi. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar reyktu daglega um 22% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára. Hlutfallslega flestir sem reyktu daglega eru á aldrinum 45-59 ára. Nánast enginn munur var á reykingatíðni karla og kvenna. Flest reykingarfólkið reykti minna eða um það bil einn pakka af sígarettum á dag og reykti sína fyrstu sígarettu á fyrstu 30 mínútunum eftir að það vaknaði. En þessir tveir þættir hafa verið notaðir til að mæla hversu mikil tóbaksfíknin er. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er tóbaksfíkn íslenskra reykingarmanna í meðallagi.

Tegund skjals: PDF

Stærð: 95 KB

<< Til baka