Að hætta að nota tóbak

Sjá stærri mynd

Lýsing á skjali:
Texti úr Tóbakslausir grunnskólar bæklingnum. Reykingar og önnur tóbaksnotkun er nátengd sjálfsmynd ungmenna og félagslegri hegðun þeirra. Ungmenni, sem byrja að reykja, eru oft upptekin af félagslegum þáttum eins og því að passa inn í hópinn eða tilheyra ákveðnum hópi. Fyrir þeim eru langtímaáhrif af reykingum og annarri tóbaksneyslu á heilsuna afar fjarlægt umhugsunarefni og engan veginn til þess fallið að duga sem rök fyrir því að þau eigi að sleppa því að nota tóbak. Þau líta jafnvel á reykingar sínar sem stundargaman sem þau ætla ekkert endilega að stunda til langframa og hafa engar áhyggjur af því að þau gætu orðið tóbaksfíkninni að bráð. Þau telja jafnvel að þau geti auðveldlega hætt hvenær sem er og gera sér ekki grein fyrir að reykingar eru mjög ávanabindandi og erfitt getur reynst að hætta síðar meir þegar þau langar til að hætta.

Tegund skjals: MS Word

Stærð: 37 KB

<< Til baka