24.09.20

Vefnámskeið fyrir kennara í kennslu geðræktarefnisins Vinir Zippýs 24. september

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Rafrænt námskeið verður haldið fyrir leik- og grunnskólakennara í kennslu geðræktarefnisins Vinir Zippýs fimmtudaginn 24. september nk. kl. 10:00 – 16:00. Námskeiðið verður haldið á zoom og er kennurum að kostnaðarlausu en fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráningarfrestur er til og með 10. september.

Vinir Zippýs er námsefni sem er ætlað fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Það miðar að því að auka félagsfærni þeirra, getu til að skilja og tjá eigin tilfinningar, finna heppilegar lausnir á vanda og takast á við mótlæti. Námsefnið er byggt upp af sex námsþáttum sem hver inniheldur fjórar kennslustundir. Kennslustundunum er lýst með nákvæmum hætti í vönduðum kennslugögnum sem fylgja námskeiði.

Frekari upplýsingar veita Sigrún Daníelsdóttir (sigrun@landlaeknir.is) og Sólveig Karlsdóttir (solveig@landlaeknir.is) verkefnisstjórar hjá embætti landlæknis.

Staðsetning: Rafrænt námskeið á zoom.

Tímasetning: Fimmtudaginn 24. september kl. 10:00 – 16:00

<< Til baka