Rafrænt málþing um lýðheilsu og jákvæða sálfræði á tímum COVID19
Athugið að þessi viðburður er liðinn.
Fyrirhugað var að halda 13. Norrænu lýðheilsuráðstefnuna og 10. Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði núna í lok júní. Vegna COVID19 var ákveðið að fresta Norrænu lýðheilsuráðstefnunni til 25.-27. ágúst 2021 og Evrópuráðstefnunni til 29. júní – 2. júlí 2022. Til stóð að halda sameiginlega dagskrá fimmtudaginn 25. júní, en þar sem það næst ekki í raunheimum var ákveðið að setja upp rafrænt málþing þennan dag um lýðheilsu og jákvæð sálfræði á tímum COVID19. Málþingið fer fram á ensku.
Á málþinginu verður Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir með erindi um viðbrögð Íslendinga við COVID19, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs með erindi um áhrif COVID19 á heilsuhegðun og líðan.
Einnig verða erindi um líðan heilbrigðisstarfsmanna í Lombardy héraði á Ítalíu, um uppbyggilega og trúverðuga blaðmennsku, styrkleika, þrautseigju, núvitund og tilgang á tímum COVID19.
Hægt er að setja inn spurningar til fyrirlesara á youtube viðburðinum. Ný slóð á viðburðinn!
Agenda:
09:05-09:40 Iceland´s Response to the COVID-19 – Þórófur Guðnason, Chief Epidemiologist, Directorate of Health, Iceland
09:40-10:15 Positive mental health matters: Health workers' response to the COVID-19 pandemic in Lombardy, Marta Bassi, Associate professor Università degli Studi di Milano, Italy
10:15-10:50 Resilience - Professor Ilona Boniwell, CEO Positran, MAPP Programme Leader, Anglia Ruskin University
10:50-11:25 Constructive Journalism: The Power of Trustworthiness and Inspiration - Hans Henrik Knoop, Associate Professor, Aarhus University, and Extraordinary Professor, North-West University, SA
11:25-12:00 Strengths – Lisa V. Straume, PhD / Academic Director of MIND, Norway
12:00-12:35 Health and wellbeing before and after COVID-19 - Dora Gudmundsdottir, Director of Public health – Directorate of Health, Iceland, President of ENPP
12:35-13:10 Mindfulness and Meaning during COVID-19 - Itai Ivtzan, Director; School of Positive Transformation
13:10-13:30 Summary and closing
Tímasetning: 25. júní 2020 kl. 09:00-13:30.