09.04.20

Upplýsingafundir vegna COVID-19

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hélt reglulega upplýsingafundi vegna COVID-19 fyrir blaðamenn frá því að fyrsta smit var greint þann  6 mars.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fóru yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Ýmsir gestir taka einnig þátt í fundunum sem geta miðlað upplýsingum og fróðleik til almennings.

Fjölmiðlar voru hvattir til að mæta, spyrja spurninga og sýna beint frá fundunum. Upplýsingafundirnir voru ekki lengri 30 mínútur.

Síðasti reglulegi upplýsingafundurinn var haldinn 25. maí. Upplýsingafundir verða haldnir eftir þörfum.

<< Til baka