23.10.19

Fræðsludagur fyrir heilbrigðisstarfsfólk um líffæragjafir

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Fræðsludagur fyrir heilbrigðisstarfsfólk um líffæragjafir verður haldinn á Hótel Natura (áður Loftleiðir), 23. október, 2019, kl. 10:00-16:00.

Sérfræðingar frá Líffæraígræðslumiðstöð Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Gautaborg verða með fræðsluerindi auk íslenskra sérfræðinga.

Skráning hér neðst á síðunni.

Opna dagskrá

Sjá frétt Landspítala um fræðsludaginn.

FRÉTT // Fræðsludagur um líffæragjafir 23. október from Landspítali on Vimeo.

Fræðsludagurinn er kjörinn vettvangur til að fræðast um mat og meðferð líffæragjafa, stöðu og þróun þessa viðfangsefnis hér á landi og, síðast en ekki síst, til að efla tengslanetið. Starfsfólk á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri er hvatt til að taka þátt, einkum starfsfólk gjörgæsludeilda, skurðstofu, bráðadeildar, hjartadeildar, barnadeildar og vökudeildar. Aðrir starfsmenn ásamt starfsfólki heilsugæslu eru velkomnir.

Fundarstjórar: Jórlaug Heimisdóttir og Runólfur Pálsson.


Þátttökugjald er 2.000 kr. Innifalinn verður léttur hádegisverður, síðdegishressing og kaffi, te og vatn yfir daginn.

Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri standa fyrir fræðsludeginum með stuðningi Embættis landlæknis. 

Sjá upplýsingar um líffæraígræðslur og líffæragjafir

 

Staðsetning: Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) við Reykjavíkurflugvöll

Tímasetning: 23. október, 2019, kl. 10:00-16:00

Verð: 2000

Kort: Sjá staðsetningu

<< Til baka