Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi
Athugið að þessi viðburður er liðinn.
Kynning í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 6. júní 2019 kl. 10.30-13.00.
Á fundinum verða kynntir Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi 2019. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig, í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, heilsueflandi samfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.
Dagskrá:
10.30 Ávarp, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
10.40 Hvers vegna lýðheilsuvísar? Alma D. Möller, landlæknir
10.55 Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Embætti landlæknis
11.10 Lýðheilsuvísar tengdir heilsu og sjúkdómum, Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri Embætti landlæknis
11.25 Nýting lýðheilsuvísa í Reykjanesbæ, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
11.40 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
11.55 Pallborðsumræður
12:15 Veitingar
Fundarstjóri: Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Staðsetning: Hljómahöllin, Reykjanesbæ
Tímasetning: 6. júní 2019, kl. 10.30-13.00
Kort: Sjá staðsetninguOpen new window