09.05.19

Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrktur nóg?

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Morgunfundur Embættis landlæknis, VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, og Vinnueftirlits ríkisins um heilsueflandi vinnustaði verður haldinn í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí. kl. 8.15-10.00.

Húsið opnar kl. 8.00 með léttri morgunhressingu.

Fundurinn er öllum opinn, aðgangur er ókeypis en skrá þarf þátttöku á virk.is 

Aðalfyrirlesari fundarins, Karolien Van Den Brekel heimilislæknir og doktor í sálfræði fjallar um jákvæða heilsu og vinnustaði. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir frá Embætti landlæknis ræðir hvernig gera megi betur í heilsueflingu og Jóhann F. Friðriksson frá Vinnueftirlitinu útskýrir mikilvægi fjárfestingar í heilsu starfsmanna.
Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK, stýrir fundinum.

 

Staðsetning: Grand Hótel. Háteigur

Tímasetning: 9. maí kl. 8.15-10.00.

<< Til baka