07.09.18

Námskeið fyrir kennara í kennslu geðræktarefnisins Vinir Zippýs

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Sjá stærri mynd

Námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara í kennslu geðræktarefnisins Vinir Zippýs verður haldið þann 7. september nk. kl. 10:00 – 16:30 á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16 í Reykjavík. Námskeiðið og námskeiðsgögn eru kennurum að kostnaðarlausu en athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Vinir Zippýs er námsefni sem er ætlað fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Það miðar að því að auka félagsfærni þeirra, getu til að skilja og tjá eigin tilfinningar, finna heppilegar lausnir á vanda og takast á við mótlæti. Námsefnið er byggt upp af sex námsþáttum sem hver inniheldur fjórar kennslustundir.

Námskeiðið er því miður orðið fullt en hægt er að skrá sig á biðlista hjá Sigrúnu Daníelsdóttur, verkefnisstjóra geðræktar, netfang sigrun@landlaeknir.is.  Mögulega verður öðru námskeiði bætt við ef margir bíða.

Staðsetning: Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16 í Reykjavík.

Tímasetning: 7. september kl. 10:00-16:30

Kort: Sjá staðsetningu

<< Til baka