30.05.18

Brautryðjandi í núvitundariðkun á Vesturlöndum, Jon Kabat-Zinn loksins á Íslandi

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Sjá stærri mynd

Núvitund hefur á síðustu árum notið mikilla vinsælda í hinum vestræna heimi. Kostir þess að iðka núvitund eru margir og hægt að stunda hana hvar og hvenær sem er. Núvitund hefur öðlast sess á fjölmörgum sviðum mannlífsins, m.a. í mennta-, dóms- og heilbrigðiskerfum, á vinnustöðum og í afreksíþróttum.

Jon Kabat-Zinn, brautryðjandi í iðkun núvitundar í vestrænum heimi er væntanlegur til Íslands í lok maí nk. á vegum Embættis landlæknis og Núvitundarsetursins. Verður hann með fyrirlestra og námskeið í Hörpu dagana 30. maí og 1.-2. júní nk.

Skráning á harpa.is

Staðsetning: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík

Tímasetning: 30. maí, 1. og 2. júní 2018

Kort: Sjá staðsetningu

<< Til baka