22.11.17

Málþing um Heilsueflandi leikskóla 22. nóvember 2017

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis stendur að málþingi um Heilsueflandi leikskóla þar sem farið er nánar í ákveðna áhersluþætti úr gátlistum Heilsueflandi leikskóla auk umfjöllunar um ýmislegt efni sem embættið býður upp á. Málþingið er ætlað þeim sem starfa í leikskólum og þeim sem koma að leikskólasamfélaginu. 

Á dagskrá er stutt kynning um Heilsueflandi leikskóla auk erinda um hreyfingu, tannvernd, næringu og geðrækt í leikskólum. Erindin sjálf verða tekin upp og gerð aðgengileg á netinu. Að þeim loknum verða settir saman umræðuhópar þar sem tækifæri gefst til að ræða betur við fyrirlesara, koma sínum skoðunum á framfæri, heyra hvernig aðrir leikskólar gera hlutina og mynda tengsl.

Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu en mikilvægt er að skrá sig til að tryggja þátttöku.


Sjá dagskrá málþingsins. 

Sjá einnig Facebook síðu Heilsueflandi leikskóla.

Staðsetning: Safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgir, Hábraut 1a

Tímasetning: 12:30-16:30

Kort: Sjá staðsetningu

Tengill: Sjá nánari upplýsingar

<< Til baka