08.09.17

Námskeið fyrir kennara í kennslu geðræktarefnisins Vinir Zippýs 8. september

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Sjá stærri mynd

Námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara í kennslu geðræktarefnisins Vinir Zippýs verður haldið þann 8. september 2017 frá kl. 10:00 – 16:00 á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16 í Reykjavík.

Vinir Zippýs er geðræktarnámsefni til kennslu fyrir börn á aldrinum 5-7 ára. Efnið miðar að því að efla færni barna í samskiptum, hæfni til að skilja og tjá eigin tilfinningar og getu til að takast á við erfiðleika og finna heppilegar lausnir á vanda.

Námsefnið inniheldur sex námsþætti sem byggja á skemmtilegum sögum og verkefnum sem henta vel til kennslu barna á þessum aldri. Hver námsþáttur inniheldur fjórar kennslustundir sem er lýst með nákvæmum hætti í vönduðum kennslugögnum.

Námskeiðið og námskeiðsgögn eru þátttakendum að kostnaðarlausu en athugið að aðeins 15 pláss eru í boði.

Skráningarfrestur er til og með 6. september nk. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á sigrun@landlaeknir.is

Sigrún Daníelsdóttir,
verkefnastjóri geðræktar

Staðsetning: Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16 í Reykjavík.

Tímasetning: 8. september 2017 frá kl. 10:00 – 16:00

Kort: Sjá staðsetningu

<< Til baka