22.03.17

Heilsueflandi samfélag – Vinnustofa fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum 22. mars 2017

Athugið að þessi viðburður er liðinn.

Sjá stærri mynd

Vinnustofa Heilsueflandi samfélags fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum (Garð, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Voga) verður haldin þann 22. mars 2017  kl. 10.00 – 15.00 í Stapa samkomuhúsi Reykjanesbæ.

Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum.

Embætti landlæknis býður upp á vinnustofur um þessa nálgun í samstarfi við sveitarfélagið Reykjanesbæ. Sveitarfélögum á Suðurnesjum er boðið að taka þátt. Vinnustofunum er ætlað að styðja sveitarfélög í að vinna markvisst heilsueflingarstarf í samfélaginu.

Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Léttur hádegismatur í boði.

Skráningarfrestur er til og með 20. mars 2017.

Vinnustofan er haldin með stuðningi Evrópuverkefnsisins JA CHRODIS.
Nánari upplýsingar, sjá  www.chrodis.eu 

Staðsetning: Stapi - samkomuhús, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbær

Tímasetning: 10:00 - 15:00

Tengill: Sjá nánari upplýsingar

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

<< Til baka