Um vefsetrið

Sjá stærri mynd

Vefsetrið www.landlaeknir.is er starfrækt til þess að miðla upplýsingum og leiðbeiningum í samræmi við hlutverk Embættis landlæknis og koma á framfæri fræðslu um heilsueflingu og tilkynningum um varnir gegn sjúkdómum. Vefurinn er mikilvægur farvegur fyrir upplýsingar frá embættinu.

Sjá vefstefnu Embættis landlæknis.

Fyrir hverja er vefurinn?
Vefnum er ætlað að þjóna starfsfólki í heilbrigðisþjónustu, notendum heilbrigðisþjónustunnar, jafnt sjúklingum og öðrum sem þangað leita, en einnig þeim sem vilja afla sér fræðslu um heilbrigða lifnaðarhætti og heilsueflingu eða nýta slíkt fræðsluefni í skólum og víðar. Auk þess er honum ætlað að koma til móts við þá sem eru á höttum eftir tölulegum upplýsingum um ofantalin efni, s.s. fjölmiðla og þá sem stunda rannsóknir.


Öflug leit að útgefnu efni

Leitast er við að allt efni vefjarins sé sem aðgengilegast og auðvelt að finna. Með öflugri leitarvél er hægt að leita undir Útgefið efni að öllu sem útgefið hefur verið á liðnum árum, jafnt hjá Embætti landlæknis og Lýðheilsustöð meðan sú stofnun starfaði 2003-2011.

Allt útgefið efni, hvort sem það hefur komið út á prenti eða rafrænt, hefur verið flokkað eftir efni, markhópum, útgáfuári og gerð skjalanna. Flokkunaratriðin blasa við vinstra megin á leitarsíðunni til að þrengja leitina en einnig er hægt að leita í Ítarleit á enn nákvæmari hátt.

Uppfærsla
Síður á vefnum eru uppfærðar jöfnum höndum og sést á dagsetningu neðst til hægri á síðunni ýmist hvenær efni hennar var birt fyrst eða var síðast uppfært. Markmiðið er að allar vefsíður og annað efni á vefnum sé yfirfarið einu sinni á ári.

Myndir
Ljósmyndir á vefnum er fengnar víða að. Þær sem ekki eru teknar hjá Embætti landlæknis eru margar frá Getty Images Inc., fengnar af DVD diski, og frá Thinkstock og Shutterstock myndaveitunum. Einnig er nokkur fjöldi mynda sem birtur er með góðfúslegu leyfi Landspítala. Ljósmyndarar þeirra mynda eru Þórdís Erla Ágústsdóttir og Inger Helene Bóasson. 

Ábendingar
Til þess að vefurinn geti orðið enn betri miðill er mikilvægt að gestir á vefsetrinu komi sjónarmiðum sínum til skila. Því eru allar ábendingar um það sem betur má fara vel þegnar. 

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi vefinn eða athugasemdir um efni hans er þér velkomið að senda tölvupóst til vefstjóra eða fylla út eyðublað á síðunni Ábendingar.

Vefstjóri er Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir.

 

Síðast uppfært 29.11.2019