Fagráð um sjálfsvígsforvarnir
Hlutverk fagráðs um sjálfsvígsforvarnir á Íslandi er að vera landlækni til ráðgjafar í málefnum sem snerta sjálfsvígsforvarnir (e. prevention, intervention) og stuðning við eftirlifendur (e. postvention).
Skipunartími er til ársloka 2024.
Ráðið er þannig skipað:
Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði við Háskóla Íslands (formaður)
Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands
Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur
Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur, f. hönd Þjóðkirkjunnar
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnisstjóri sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis
Sigrún Sigurðardóttir, dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, f. hönd Geðhjálpar
Fyrst birt 21.06.2022