Rafræn gagnasending til embættis landlæknis með Signet Transfer
Leiðbeiningar
Embætti landlæknis býður upp á ókeypis gagnasendingu gegnum vefgátt hjá Signet Transfer.
Til að skrá sig inn í vefgáttina þarf viðkomandi að hafa að rafræn skilríki í síma.
Gluggi (sjá mynd hér fyrir neðan) opnast. Skjal/skjöl sem senda á til embættis landlæknis eru dregin inn í gluggann „Ná í skjal eða draga það hingað“. Ef send eru fleiri en eitt skjal myndar kerfið „mál“ með því að setja skjöl í svokallaða ZIP skrá. Sjálfgefna nafnið á ZIP skránni er „skra.zip“. Mælt er með því að breyta sjálfgefna heiti Zip skráarinnar í skráarheiti sem lýsir sendingunni. Embætti landlæknis notar málsnúmer viðkomandi máls sem lýsingu.
Í glugga yfir fyrirtæki er valið „Embætti landlæknis“.
Í glugga hópur er valin „Móttaka gagna“.
Í glugga „Skilaboð til móttakanda í tölvupósti“má ekki setja persónugreinanleg skilaboð.
Í glugga „Skilaboð með sendingu“ eru sett skilaboð sem auðkenna sendinguna – t.d. málsnúmer. Jafnframt er gott að setja inn nafn sendanda og nafn þess starfsmanns embættis landlæknis sem á að fá skjalið. Í þennan reit má setja trúnaðarupplýsingar. Eingöngu starfsmaður embættisins getur séð þær upplýsingar eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.
Með því að smella á senda berst skjalið til móttöku gagna hjá embætti landlæknis. Tilkynning berst sendanda með tölvupósti þegar sendingin er móttekin hjá embætti landlæknis.
Fyrst birt 03.11.2021