Forvarnadagurinn

Forvarnardagurinn er haldinn ár hvert að frumkvæði forseta Íslands. Auk embættis forseta skipa fulltrúar embætti landlæknis, Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknar og greiningar, Samtaka félaga í forvörnum, Reykjavíkurborgar og þriggja landssamtaka æskufólks: Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Bandalags íslenskra skáta, stýrihóp sem kemur að Forvarnardeginum ár hvert.

Eitt markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á forvarnargildi þess að börn og ungmenni eyði tíma með fjölskyldunni, taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og seinki því að neyta áfengis, eða sleppi því. Markmið stuttmyndaleiks er að vekja athygli nemenda á þeim gildum sem hafa sýnt sig, samkvæmt rannsóknum, að séu verndandi þættir þegar kemur að áhættuhegðun.

Öll framkvæmd verkefnisins í skólanum er á vegum skólans samkvæmt leiðbeiningum frá verkefnisstjórn Forvarnardagsins. Það er ósk okkar sem stöndum að Forvarnardeginum að sýning myndbands um stuttmyndaleik, sem nemendur í 9. bekk og 1. bekk framhaldsskóla taka þátt í, hvetji hvetji þau til að nýta hæfileika sína og frumkvæði, þau bjóði jafnvel foreldrum og systkinum að aðstoða sig við myndagerðina.

Að lokum viljum við þakka fyrir einstaklega gott samstarf sem þessi félagasamtök hafa átt við skólastjórnendur sem og aðra fulltrúa skólans um Forvarnardaginn sem og önnur verkefni og væntum þess að Forvarnardagurinn skili þeim árangri sem að er stefnt.

Embætti landlæknis www.landlaeknir.is 
ÍSÍ: www.isi.is s: 514-4000
UMFÍ: www.umfi.is s: 568-2929
BÍS: www.skatar.is s: 550-9800

 


Fyrst birt 28.09.2018

<< Til baka