Bólusetning starfsmanna / íbúa af erlendum uppruna gegn COVID-19 sem hafa íslenska kennitölu og þeirra sem ekki hafa íslenska kennitölu

ENSKA/ENGLISH

PÓLSKA/POLISH

Starfsmenn / íbúar af erlendum uppruna eru velkomnir í bólusetningu eftir að hafa verið skráðir.

Fyrirtæki sem hafa erlenda starfsmenn sem eru ekki eru með fasta búsetu á Íslandi eru beðin um að aðstoða starfsmenn við skráningu ef þörf er á.

Skráning fer fram í gegnum https://vaccine.covid.is/ (íslenska https://bolusetning.covid.is/)

Þeir sem hafa kennitölu:

 • Þörf er fyrir eftirfarandi upplýsingar við höndina við skráningu:
  • Kennitala
  • Nafn til staðfestingar á réttri kt.
  • Kyn (vegna áhrifa á bóluefni sem verður boðið)
  • Gsm símanúmer til að taka við sms boði (íslenskt)
  • Netfang til að taka við leiðbeiningum frá heilsugæslu um næstu skref
  • Staðsetning á landinu fyrir boð frá réttri heilsugæslu
  • Fyrri saga um COVID, bólusetningu, bráðaofnæmi fyrir lyfjum, hvort kona er barnshafandi eða einstaklingur að taka ónæmisbælandi lyf.

Þeir sem hafa ekki íslenska kennitölu:

 • Þörf er fyrir eftirfarandi upplýsingar við höndina við skráningu:
  • Nafn
  • Fæðingardag og ár
  • Kyn
  • Ríkisfang
  • Tegund og númer skilríkja
  • Gsm símanúmer til að taka við sms boði (íslenskt)
  • Netfang til að taka við leiðbeiningum frá heilsugæslu um næstu skref
  • Staðsetning á landinu fyrir boð frá réttri heilsugæslu
  • Fyrri saga um COVID, bólusetningu, bráðaofnæmi fyrir lyfjum, hvort kona er barnshafandi eða einstaklingur að taka ónæmisbælandi lyf.

Athugið að þetta á ekki við um ferðamenn sem koma í styttri tíma til landsins.

Vandið skráningu, ekki er hægt að laga villur í nöfnum eða öðrum auðkennisupplýsingum eftir á ef vottorð reynist ekki í samræmi við skilríki.

Sóttvarnalæknir


Fyrst birt 11.06.2021

<< Til baka