Bólusetning starfsmanna / íbúa af erlendum uppruna gegn COVID-19 sem hafa íslenska kennitölu og þeirra sem ekki hafa íslenska kennitölu

Bólusetning starfsmanna / íbúa af erlendum uppruna gegn COVID-19 sem ekki hafa íslenska kennitölu.

Starfsmenn / íbúar af erlendum uppruna eru velkomnir í bólusetningu eftir að hafa verið skráðir.

Fyrirtæki sem hafa erlenda starfsmenn sem eru ekki eru með fasta búsetu á Íslandi eru beðin um að taka saman lista yfir starfsmenn sem þetta á við um í samræmi við eftirfarandi:

Þeir sem hafa kerfiskennitölu:

 • Listi skal settur upp í Excel þar sem fram kemur
  • Kennitala
  • Nafn til staðfestingar á réttri kt.
  • Gsm símanúmer til að taka við sms boði (íslenskt)
  • Póstnúmer til staðsetningar á landinu fyrir boð frá réttri heilsugæslu

Lista á að senda til:

 • Heilsugæslu í umdæmi þar sem fyrirtæki er staðsett (hafa þarf samband við viðkomandi heilsugæslu símleiðis til að fá heppilegt netfang uppgefið)
 • EÐA (ef starfsmenn eru búsettir víðsvegar á landinu) til verkefnastjóra COVID-bólusetninga hjá sóttvarnalækni

Þeir sem hafa ekki íslenska kennitölu:

 • Á höfuðborgarsvæðinu: Hafi samband í netfang Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bolusetning@heilsugaeslan.is til að skrá sig
 • Á Landsbyggðinni: Hafa samband við heilsugæslu til að skrá sig
 • Eftirfarandi upplýsingar þarf að veita.
  • Nafn
  • Fæðingardag og ár
  • Kyn
  • Upprunaland
  • Gsm símanúmer til að taka við sms boði (íslenskt)
  • Póstnúmer til staðsetningar á landinu fyrir boð frá réttri heilsugæslu
  • Netfang

Athugið að þetta á ekki við um ferðamenn sem koma í styttri tíma til landsins.

Einnig er hægt að senda sóttvarnalækni erindi í gegnum mottaka@landlaeknir.is
Sóttvarnalæknir mun hafa samband við tengiliði sína til að tryggja að þessi skilaboð berist til aðila sem þau varða.

Sóttvarnalæknir


Fyrst birt 11.06.2021

<< Til baka