Eftirlit eftir legnám vegna forstigsbreytinga

Konur sem gangast undir legnám þar sem ábending aðgerðar er forstigbreytingar eða þar sem vefjagreining eftir aðgerð sýnir forstigsbreytingar í leghálsi eru í aukinni hættu á að hafa forstigbreytingar í leggöngum, vaginal intraepithelial neoplasia (VaIN) og ífarandi sjúkdóm í leggöngum.

Eftirlit skal fara eftir klínísku mati en til viðmiðunar er eftirfarandi:


Vefjagreining eftir legnám sýnir forstigbreytingar sem eru að fullu fjarlægðar, skurðbrúnir hreinar 

 • Sýni frá toppi legganga í HPV - mælingu 6 mánuðum eftir aðgerð
  • hr-HPV neikvæð
   • Ekki frekara eftirlit
 • hr-HPV jákvæð
  • Tilvísun í leggangaspeglun
   • Ef engin merki um VaIN, eftirliti hætt

Vefjagreining eftir legnám sýnir forstigsbreytingar sem ekki eru að fullu fjarlægðar, skurðbrúnir ekki hreinar

 • Vefjagreining CIN 1
  • Sýni frá toppi legganga í HPV-mælingu 6, 12, 24 mánuðum eftir aðgerð
   • hr-HPV jákvæð
    • Tilvísun í leggangaspeglun
   • Hr-HPV neikvæð
    • Eftirliti hætt eftir 24 mánuði
 • Vefjagreining CIN 2-3
  • Sýni frá toppi legganga í HPV-mælingu 6, 12, mánuðum eftir aðgerð
  • Sýni frá toppi legganga í HPV-mælingu árlega í 9 ár þar á eftir
  • Eftirlit skal vera fram til 65 ára aldurs eða a.m.k. í 10 ár eftir aðgerð
  • hr-HPV jákvæð
   • Tilvísun í leggangaspeglun

Fyrst birt 01.06.2021

<< Til baka