Eftirlit eftir keiluskurð/meðferð

Mikilvægt að hvetja konur til að fylgja eftirliti þar sem konur sem hafa gengist undir meðferð við frumubreytingum eru í 2-5 sinnum aukinni hættu á leghálskrabbameini.
Fyrsta eftirlitssýni eftir keiluskurð hjá öllum aldurshópum er eftir 6 mánuði og gerð er bæði frumurannsókn og HPV mæling.

Fríar skurðbrúnir (radikal keiluskurður):

Ef frumustrok er eðlilegt og hr-HPV neikvætt fer konan aftur í reglubundna skimun.

 

Ekki fríar skurðbrúnir (non radikal keiluskurður):

Ef frumustrok er eðlilegt og hr-HPV neikvætt eru bæði frumustrok og HPV mæling endurtekin eftir 6 mánuði.

  1. Ef frumustrok er neikvætt og hr-HPV neikvætt í því sýni þá fer konan aftur í reglubundna skimun.
  2. Ef hr-HPV jákvætt en engar frumubreytingar er nýtt sýni tekið eftir 12 mánuði og síðan á 12 mánaða fresti þar til sýnið er hr-HPV neikvætt og frumusýni eðlilegt.
  3. Ef hr-HPV neikvætt og ASCUS/LSIL er nýtt sýni tekið eftir 12 mánuð og síðan á 12 mánaða fresti þar til sýnið er hr-HPV neikvætt og frumusýni eðlilegt.
  4. Ef hr-HPV jákvætt og frumubreytingar þá er mælt með leghálsspeglun.
  5. Ef hr-HPV neikvætt og ASCH, HSIL, AGC, AIS þá er mælt með leghálsspeglun.

Ef leghálsspeglun í lið 4 og 5 er eðlileg er mælt með eftirlitssýni á 6 mánaða fresti þar til sýnið er hr-HPV neikvætt og frumusýni eðlilegt.

Ef leghálsspeglun í lið 4 og 5 er óeðlileg er bent á flæðirit fyrir leghálsspeglun.

Óháð skurðbrúnum:

Ef eftirlitssýni 6 mánuðum eftir keiluskurð er hr-HPV jákvætt og frumubreytingar eða ASCH, HSIL, AGC, AIS eða krabbamein óháð skurðbrúnum er mælt með leghálsspeglun.

Ef leghálsspeglun er eðlileg er mælt með nýju eftirlitssýni eftir 6 mánuði með bæði frumurannsókn og HPV mælingu (sjá flæðirit).

Ef leghálsspeglun er óeðlileg, sjá flæðirit um leghálsspeglun.

Fyrir myndrænt yfirlit, sjá Flæðirit .


Fyrst birt 01.06.2021

<< Til baka