Leiðbeiningar vegna frávika við tímasetningu COVID-19 bólusetningar

1. Bólusetning gefin of snemma: Skilgreiningar

 • Bólusetning án sögu um COVID-19 sjúkdóm:
  • Pfizer/BioNTech: Innan við 19 dagar frá fyrri skammti.
  • Moderna: Innan við 25 dagar frá fyrri skammti.
  • Astra-Zeneca: Innan við 28 dagar frá fyrri skammti. Athugið að ef #2 er gefinn innan við 70 dögum frá fyrri skammti er minni örvunarvirkni en fellur samt innan ramma sem framleiðandi mælir með og ekki á að mæla mótefni eða bjóða aukaskammt skv. þessum leiðbeiningum.
  • Janssen (ath! örvunarskammtur): Innan við 28 dagar frá fyrri skammti.

Viðbrögð:

  • Skammtur gefinn 
    • Einstaklingur fær hita/slappleika eða önnur klár einkenni um virkjun ónæmissvars eftir bólusetningu #2: Ekki endurtaka bólusetningu.
    • Einstaklingur fær lítil/engin einkenni eftir bólusetningu #2: mæla anti-spike mótefni 14–21 degi eftir bólusetningu #2. Ef neikvæð má bjóða þriðja skammt með lengsta millibili sem framleiðandi mælir með milli #2 og #3. Þá þarf að tilkynna skort á verkun og tímasetningarfrávik til Lyfjastofnunar. Rétt að vara við hugsanlegum aukaverkunum vegna endurtekinna skammta á stuttum tíma. Ef jákvæð mótefni á ekki að bjóða þriðja skammt og þarf ekki að tilkynna frávik til Lyfjastofnunar.
 • Skammtur gefinn >14 dögum eftir fyrri skammt en fyrir skilgreind fyrri mörk skv. framleiðanda hér að ofan:
    • Einstaklingur fær hita/slappleika eða önnur klár einkenni um virkjun ónæmissvars eftir bólusetningu #2: Ekki endurtaka bólusetningu.
    • Einstaklingur fær lítil/engin einkenni eftir bólusetningu #2: mæla anti-spike mótefni 14–21 degi eftir bólusetningu #2. Ef neikvæð má bjóða þriðja skammt með lengsta millibili sem framleiðandi mælir með milli #2 og #3. Þá þarf að tilkynna skort á verkun og tímasetningarfrávik til Lyfjastofnunar. Rétt að vara við hugsanlegum aukaverkunum vegna endurtekinna skammta á stuttum tíma. Ef jákvæð mótefni á ekki að bjóða þriðja skammt og þarf ekki að tilkynna frávik til Lyfjastofnunar.
 • Bólusetning eftir COVID-19 sjúkdóm:
  • Óháð bóluefni: Innan við 90 dagar frá upphafi veikinda/greiningu COVID-19.

Viðbrögð:

  • Skammtur gefinn <28 dögum eftir upphaf veikinda: Bólusetning ólíkleg til að leiða til langvarandi minnissvars:
   • Mælt með að endurtaka bólusetingu/gefa örvunarskammt a.m.k. 90 dögum eftir upphaf veikinda, með sama eða öðru bóluefni.

2. Skammtur gefinn seint: skilgreining

   • Pfizer/BioNTech: Meira en 42 dagar frá fyrri skammti.
   • Moderna: Meira en 35 dagar frá fyrri skammti.
   • Astra-Zeneca: Meira en 84 dagar frá fyrri skammti.
   • Janssen: Á ekki við.
   • Eftir sögu um COVID-19 sjúkdóm: Á ekki við.

Viðbrögð:

  • Skammtur gefinn innan við 90 dögum eftir fyrri skammt:
    • Ekki mæla mótefni eða endurtaka bólusetningu.
  • Skammtur gefinn >90 dögum eftir lengstu mörk skv. framleiðanda hér að ofan:
    • Einstaklingur fær hita/slappleika eða önnur klár einkenni um virkjun ónæmissvars eftir bólusetningu #2: Ekki mæla mótefni eða endurtaka bólusetningu.
    • Einstaklingur fær lítil/engin einkenni eftir bólusetningu #2: Mæla anti-spike mótefni 14–21 degi eftir bólusetningu #2. Ef neikvæð má bjóða þriðja skammt með lengsta millibili sem framleiðandi mælir með milli #2 og #3. Þá þarf að tilkynna skort á verkun og tímasetningarfrávik til Lyfjastofnunar. Rétt að vara við hugsanlegum aukaverkunum vegna endurtekinna skammta á stuttum tíma. Ef jákvæð mótefni á ekki að bjóða þriðja skammt og þarf ekki að tilkynna frávik til Lyfjastofnunar.

 


Fyrst birt 11.05.2021
Síðast uppfært 06.09.2021

<< Til baka