Undanþága frá dvöl í sóttvarnarhúsi

Undanþágur frá dvöl í  sóttkvíarhóteli/sóttvarnahúsi vegna ferða frá löndum með smittíðni 700/100.000 íbúa eða hærra á 14 daga tímabili eru ekki heimilar nema  veigamiklar ástæður mæli með því s.s. heilsufar sem gera dvöl í sóttvarnahúsi erfiða. Flokkur II. í auglýsingu ráðherra.

Athugið að ef vinnuveitandi hefur sótt um vinnusóttkví felst í því umsókn um undanþágu frá sóttvarnahúsi og þarf starfsmaður ekki að sækja um þá undanþágu sérstaklega.

Undanþágubeiðni þarf að senda í síðasta lagi 2 sólarhringum fyrir komu til landsins á sottkvi@landlaeknir.is.

Erindum um önnur málefni en dvöl í sóttvarnahúsi sem berast á þetta netfang verður ekki svarað.

Bent er á netspjall á covid.is fyrir aðrar fyrirspurnir.

Einstaklingar sem ferðast frá löndum með smittíðni 500–699/100.000 íbúa á 14 daga tímabili þurfa ekki að sækja um undanþágu á netfangið heldur skrá ósk um undanþágu við forskráningu á heimkoma.covid.is 48-72 klst. fyrir komuna til landsins. Flokkur I. í auglýsingu ráðherra.

Lista yfir lönd samkvæmt þessu er að finna hér.

Eftirfarandi upplýsingar verða að fylgja umsókn: (ófullnægjandi umsóknum verður ekki svarað)

1)      brottfararland,

2)      komudagur,

3)      ferðamáti (áætlunarflug, einkaflug/leiguflug/annað flug, skip),

4)      flugnúmer eða nafn skips,

5)      landamærastöð hér (nafn eða merki flugvallar eða hafnar),

6)      fullt nafn allra aðila eins og það kemur fram í vegabréfi/ferðaskilríkjum,

7)      fæðingardagur eða kennitala allra aðila,

8)      kyn allra aðila,

9)      ríkisfang allra aðila,

10)   búsetuland allra aðila,

11)   símanúmer sem verður notað fyrir forskráningu (með landsnúmeri),

12)   netfang sem verður notað fyrir forskráningu,

13)   tilefni beiðni um undanþágu vegna:

 • Heilsufars
   • nánari útlistun og
   • skjöl til staðfestingar (s.s. læknisvottorð) þurfa að fylgja með beiðninni
 • Fjölskylduaðstæðna
   • nánari útlistun þarf að fylgja með beiðninni eins og fjöldi og aldur barna
 • Annars 
   • nánari útlistun þarf að fylgja með beiðninni
   • skjöl til staðfestingar ef við á

14)   heimilisfang þar sem óskað er eftir að dvelja í stað sóttvarnahúss (húsnúmer, gata, íbúðarnúmer eða nafn hótels ef við á, sveitarfélag og/eða póstnúmer),

15)   upplýsingar um aðstæður í húsnæðinu: sjá einnig gátlista hér sem skal fylgja umsókn

 • Enginn annar verður í húsnæðinu meðan einstaklingur er í sóttkví þar.
 • Eingöngu einstaklingar í sóttkví verða í húsnæðinu meðan á sóttkví stendur.
 • Aðrir sem dvelja í húsnæðinu munu fara eftir reglum um sóttkví meðan einstaklingur í sóttkví er þar.
   • Þá þarf listi yfir þá einstaklinga að fylgja, nöfn og kennitölur/fæðingardagar

Gátlisti


Fyrst birt 04.05.2021

<< Til baka