Skylda um dvöl í sóttvarnahúsi við komu til Íslands frá löndum sem talin eru sérstök hááhættusvæði COVID-19

Skylda um dvöl í sóttvarnahúsi við komu til Íslands frá löndum sem talin eru sértstök hááhættusvæði COVID-19

Ferðamaður sem þarf að vera í sóttkví eða einangrun og kemur frá eða hefur dvalið á sérstöku hááhættusvæði fyrir COVID-19 skv. auglýsingu ráðherra skal dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi skv. reglugerð nr. 435/2021 á grundvelli sóttvarnalaga nr. 19/1997. Þetta gildir jafnt fyrir ríkisborgara og íbúa á Íslandi sem og aðra. Hááhættusvæði eru metin út frá nýgengi smita og upplýsingum um sýnatöku.

 • Sóttvarnalæknir birtir reglulega lista yfir lönd með svæði sem falla undir ákvæðið um sérstök hááhættusvæði (sjá töflur hér að neðan).
 • Almennt er miðað við að listinn sé uppfærður á tveggja vikna fresti en fyrr að gefnu tilefni.
 • Miðað er við búsetuland og brottfararland (upphafsland ferðar) skv. forskráningu og ferðatilhögun til að meta hvaðan ferðamaður kemur eða hefur dvalið.
 • Sé löndum skipt upp í fleiri en eitt svæði þar sem nýgengi smita er ólíkt er miðað við það svæði þar sem nýgengi er hæst.
 • Ef fullnægjandi upplýsingar um nýgengi smita eða sýnatökur liggja ekki fyrir um svæði eða land getur það talist hááhættusvæði.
 • Fyrir hááhættusvæði í mestri áhættu (flokkur II) er ekki heimilt að veita undanþágu frá dvöl í sóttvarnarhúsi (nema veigamiklar ástæður mæli með því, s.s. heilsufar). Sjá nánar hér.
 • Fyrir önnur hááhættusvæði (flokkur I) er sóttvarnalækni heimilt að veita undanþágu frá dvöl í sóttvarnarhúsi ef sýnt er fram á að öll skilyrði sóttkvíar í húsnæði á eigin vegum eru uppfyllt.
  • Umsókn um undanþágu skal berast sóttvarnalækni a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins.
  • Hægt er fá undanþágu með því að merkja við valkost í forskráningu á covid.is
 • Ferðamaður sem kemur frá öðrum löndum en sérstökum hááhættusvæðum (lönd sem eru ekki listuð hér) sem hefur ekki viðunandi húsnæði verður skyldaður til að dvelja í sóttvarnarhúsi.
 • Heimilt er að bera ákvörðun sóttvarnalæknis um synjun á beiðni um undanþágu undir héraðsdóm og skal sóttvarnalækni tilkynnt um það með því að senda tölvupóst á sottkvi@landlaeknir.is. Um slík dómsmál fer skv. 15. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997.
 • Jafnframt er heimilt að bera ákvörðun um dvöl í sóttvarnarhúsi undir héraðsdóm og fer um slík dómsmál skv. 15. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997.

 

Hááhættulönd í flokki II. Hæsta áhætta. Skylda að dvelja í sóttvarnarhúsi.
Gögn frá Sóttvarnastofnun Evrópu ECDC, 29. apríl 2021 (vika 16).

Land

Nýgengi

Hlutfall jákvæðra sýna

Andorra

659

6,8

Argentína

725

29,2

Barein

876

6,8

Króatía

838

21,6

Kýpur

1231

1,4

Frakkland

1076

10,2

Grænhöfðaeyjar

603

Vantar gögn

Holland

806

10

Litháen

927

6,1

Pólland

622

15,2

Serbía

541

18,3

Seychelles-eyjar

653

Vantar gögn

Spánn, meginland

546

7,6

Svíþjóð

1112

10,9

Tyrkland

939

16,6

Ungverjaland

527

11,9

Úrúgvæ

1157

19,4

 

Hááhættulönd í flokki I. Skylda að dvelja í sóttvarnarhúsi nema hafi undanþágu.
Gögn frá Sóttvarnastofnun Evrópu ECDC, 29. apríl 2021 (vika 16).

Land

Nýgengi

Hlutfall jákvæðra sýna

Afganistan

5

Vantar gögn

Albanía

75

5,7

Alsír

6

Vantar gögn

Angóla

7

Vantar gögn

Antígva og Barbúda

35

Vantar gögn

Armenía

342

17,2

Aserbaísjan

263

Vantar gögn

Austurríki

355

Vantar gögn

Bahama-eyjar

155

Vantar gögn

Bandaríkin

259

6,2

Bangladess

37

14,3

Barbados

31

Vantar gögn

Belgía

479

8

Belís

24

Vantar gögn

Benin

2

Vantar gögn

Bolivia

125

13,2

Bosnía og Hersegóvína

344

22,9

Botsvana

126

Vantar gögn

Brasilía

401

Vantar gögn

Brúnei

1

Vantar gögn

Búlgaría

392

13,2

Búrkína Fasó

1

Vantar gögn

Búrúndí

5

Vantar gögn

Chile

485

10,9

Djibútí

94

Vantar gögn

Dóminíska lýðveldið

68

14,2

Egyptaland

12

Vantar gögn

Eistland

423

8,4

Ekvador

157

40,6

El Salvador

32

6,6

Eritrea

5

Vantar gögn

Esvatíní

92

Vantar gögn

Eþíópía

20

19,5

Filippseyjar

121

19,4

Gabon

81

Vantar gögn

Gambía

11

Vantar gögn

Gínea

7

Vantar gögn

Gínea-Bissaú

2

Vantar gögn

Grenada

1

Vantar gögn

Gvatemala

104

15,3

Gvæjana

199

Vantar gögn

Haítí

1

Vantar gögn

Hondúras

110

Vantar gögn

Hvíta-Rússland

180

8,6

Indland

260

20,3

Indónesía

27

12,4

Írak

281

17,6

Íran

413

19,3

Ítalía

527

4,6

Jamaíka

80

12,9

Japan

46

6,5

Jemen

2

Vantar gögn

Jórdanía

380

12,7

Kambódía

33

Vantar gögn

Kamerún

33

Vantar gögn

Kanada

310

6,3

Kasakstan

206

5,5

Katar

447

18

Kenía

21

11,4

Kirgistan

56

Vantar gögn

Kína

0

Vantar gögn

Kongó

1

Vantar gögn

Kosta Ríka

367

22,9

Kólumbía

461

23,9

Kómorur

5

Vantar gögn

Kósovó

337

Vantar gögn

Kúba

133

5,1

Kúveit

465

16,1

Laos

4

Vantar gögn

Lesótó

1

Vantar gögn

Liechtenstein

348

5,8

Líbanon

353

Vantar gögn

Líbería

0

Vantar gögn

Líbía

115

Vantar gögn

Madagaskar

26

35,3

Maldívur

418

6,9

Malí

9

Vantar gögn

Marokkó

20

6,5

Marshall-eyjar

0

Vantar gögn

Máritanía

4

Vantar gögn

Máritíus

2

Vantar gögn

Mexíkó

31

17,6

Mið-Afríku-lýðveldið

16

Vantar gögn

Miðbaugs-Gínea

24

Vantar gögn

Míkrónesía

No data

Vantar gögn

Mjanmar

0

Vantar gögn

Moldóva

196

Vantar gögn

Mongolia

476

9,6

Mónakó

193

Vantar gögn

Mósambík

3

6

Namibía

97

11,1

Nepal

69

26

Níger

0

Vantar gögn

Níkaragva

2

Vantar gögn

Norður-Makedónía

421

19,5

Óman

367

Vantar gögn

Pakistan

34

9,9

Palestína

471

26,2

Papúa Nýja-Gínea

23

Vantar gögn

Paragvæ

446

37,7

Páfastóll (Vatíkanið)

0

Vantar gögn

Perú

348

Vantar gögn

Rúmenía

368

8,2

Salómons-eyjar

0

Vantar gögn

San Marínó

270

Vantar gögn

Sankti Kitts og Nevis

0

Vantar gögn

Sankti Lúsía

80

Vantar gögn

Sankti Vinsent og Grenadínur

34

Vantar gögn

Saó Tóme og Prinsípe

15

Vantar gögn

Síerra Leóne

1

Vantar gögn

Slóvenía

519

2,3

Sómalía

9

Vantar gögn

Spánn, annað en meginland*

117

7,6

Sri Lanka

29

6

Súdan

4

Vantar gögn

Súrínam

143

Vantar gögn

Svartfjallaland

360

Vantar gögn

Sviss

299

8,6

Sýrland

11

Vantar gögn

Tadsíkistan

0

Vantar gögn

Tansanía

0

Vantar gögn

Tímor-Leste

61

Vantar gögn

Tjad

1

Vantar gögn

Trínidad og Tóbagó

97

14,3

Túnis

252

28,3

Úkraína

387

26,3

Úsbekistan

13

Vantar gögn

Vanúatú

0

Vantar gögn

Venesúela

58

Vantar gögn

Víetnam

0

Vantar gögn

Þýskaland

494

11,2

*Kanaríeyjar ekki meðtaldar.


Um listann:

Lönd eru flokkuð í þrjá flokka:

Flokkur I: Nýgengi 500–699 á hverja 100.000 íbúa á 14 dögum, eða nýgengi undir 500 og hlutfall jákvæðra sýna 5% eða meira eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið liggja ekki fyrir. Hægt að sækja um undanþágu frá dvöl í sóttvarnarhúsi í forskráningu.

Flokkur II: Hæsta áhætta: Nýgengi 700 eða meira á hverja 100.000 íbúa á 14 dögum, eða nýgengi 500–699 og hlutfall jákvæðra sýna 5% eða meira eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið liggja ekki fyrir. Ekki heimilt að veita undanþágu nema vegna sérstakra aðstæðna.

Flokkur III: Nýgengi undir 500 og hlutfall jákvæðra sýna undir 5%. Ekki hááhættusvæði og ekki skylda að dvelja í sóttvarnahúsi. Listi ekki birtur sérstaklega.

Nánar um aðferð:

 • Nýgengi: Tilkynntur fjöldi nýrra tilfella COVID-19 síðastliðna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Notað hæsta nýgengi á svæði fyrir land ef svæðisskipt.
 • Hlutfall jákvæðra sýna: (jákvæð sýni)/(heildarfjöldi sýna)*100%.

Nýgengi svæða/landa eru fengin frá ECDC sem og gögn um hlutfall jákvæðra sýna innan EES. ECDC uppfærir gögn vikulega. ECDC skiptir löndum EES upp í svæði fyrir nýgengi smita en önnur lönd eru ekki svæðisskipt. Hlutfall jákvæðra sýna utan EES er frá ourworldindata.org, sem uppfærir gögn daglega. Engin gögn eru notuð við flokkun landa sem eru eldri en tveggja vikna.

Gögn:

 1. https://www.ecdc.europa.eu/en/covid-19/situation-updates/weekly-maps-coordinated-restriction-free-movement
 2. Data on 14-day notification rate of new COVID-19 cases and deaths (europa.eu)
 3. https://ourworldindata.org/coronavirus-testing

Næsta uppfærsla fyrirhuguð 24.5.2021 en fyrr ef efni standa til.


Fyrst birt 24.04.2021
Síðast uppfært 05.05.2021

<< Til baka