Mögulegar aukaverkanir COVID-19 bóluefna önnur en virkjun ónæmiskerfis

Þessar aukaverkanir ætti að tilkynna til Lyfjastofnunar í öllum kringumstæðum þar sem sérstakt eftirlit er með þessum lyfjum. Athugið að ekki er víst að um eiginleg tengsl við bóluefni sé að ræða en með góðri skráningu slíkra einkenna eftir bólusetningu verður mögulega hægt að staðfesta eða hrekja tengslin. Ef tengsl eru staðfest getur verið hægt að skilgreina hópa í sérstakri áhættu fyrir slíkar aukaverkanir og gera ráðstafanir eða frekari leiðbeiningar um notkun bóluefnanna hjá þeim hópum. Sóttvarnalæknir hefur tekið sérstaklega saman aukaverkanir í aldurshópnum 5–17 ára í samvinnu við Lyfjastofnun.

Comirnaty/Pfizer bóluefni: sjá nánar á vef Lyfjastofnunar.

 • Bráðaofnæmiseinkenni¥
 • Andlitstaugarlömun
 • Staðfest hafa verið tengsl hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu við bóluefnið Comirnaty, algengara hjá körlum undir 30 ára aldri en öðrum – leita skal læknis ef eftirfarandi einkenni koma fram í fyrsta sinn innan 3ja vikna eftir bólusetningu:
   • Brjóstverkur
   • Mæði
   • Hjartsláttartruflanir
 • Slen, lystarleysi og nætursviti
 • Breytingar á snertiskyni eða tilfinningu í húð, bæði minnkað skyn og aðrar breytingar s.s. doði.
 • Regnboðaroði (e. erythema multiforme) – útbrot með dökkrauða miðju og ljósrauðari brúnir
 • Óstaðfest að mati EMA en trúlega raunveruleg tengsl við skammvinnar (
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni

Spikevax/Moderna bóluefni: sjá nánar á vef Lyfjastofnunar.

 • Bráðaofnæmiseinkenni¥
 • Andlitstaugarlömun.
 • Staðfest hafa verið tengsl hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu við bóluefnið Spikevax, algengara hjá körlum undir 30 ára aldri en öðrum – leita skal læknis ef eftirfarandi einkenni koma fram í fyrsta sinn innan 3ja vikna eftir bólusetningu:
  • Brjóstverkur
  • Mæði
  • Hjartsláttartruflanir
 • Síðkomin viðbrögð/bólga á stungustað.
 • Breytingar á snertiskyni eða tilfinningu í húð, bæði minnkað skyn og aðrar breytingar s.s. doði.
 • Regnboðaroði (e. erythema multiforme) – útbrot með dökkrauða miðju og ljósrauðari brúnir
 • Versnun á heilkenni háræðaleka í einstaklingum sem hafa sögu um slíkt (sjá einnig bóluefni Janssen og Astra Zeneca)
 • Óstaðfest að mati EMA en trúlega raunveruleg tengsl við skammvinnar (
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni.

Nuvaxovid/Novavax bóluefni: sjá nánar á vef Lyfjastofnunar Evrópu.

 • Bráðaofnæmiseinkenni¥
 • Hækkaður blóðþrýstingur í u.þ.b. 3 daga í kjölfar bólusetningar – algengast hjá eldri fullorðnum (65+)
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni

Janssen bóluefni: sjá uppl. Lyfjastofnunar

 • Bráðaofnæmiseinkenni¥
 • Þverrofs mænubólga (e. transverse myelitis) – leita skal læknis ef eftirfarandi einkenni koma fram í fyrsta sinn eftir bólusetningu, öðru megin eða báðu megin:
   • Dofatilfinning í útlimum
   • Máttleysi í útlimum eða bol
   • Vandamál tengd þvag- eða saurútskilnaði, hvort sem er leki eða tregða
 • Guillain-Barré heilkenni – leita skal læknis ef eftirfarandi einkenni koma fram í fyrsta sinn eftir bólusetningu (tímalína óviss) – sjá nánar hjá Lyfjastofnun Evrópu 
   • Tvísýni eða erfiðleikar við augnhreyfingar
   • Erfiðleikar við að kyngja, tyggja eða tala
   • Breytingar á jafnvægi eða samhæfingu hreyfinga
   • Erfiðleikar við gang
   • Dofatilfinning í útlimum
   • Máttleysi í útlimum, bol eða andliti
   • Vandamál tengd þvag- eða saurútskilnaði, hvort sem er leki eða tregða
 • Heilkenni háræðaleka* - sjá einnig grein hjá Lyfjastofnun Evrópu. Athugið að einstaklingar með fyrri sögu um þetta heilkenni mega ekki fá bólusetningu með COVID-19 bóluefni Janssen.
   • Bjúgur, sérstaklega á útlimum
   • Lækkaður blóðþrýstingur
   • Við blóðrannsókn getur komið í ljós hækkað rauðkornahlutfall/hematocrit og lækkað albúmín.
 • Blóðtappar samfara blóðflögufæð* – talin raunveruleg orsakatengsl en ferli óþekkt. Dæmi um einkenni sem þarf að hafa í huga og leita strax til læknis ef koma fram í fyrsta sinn innan 14 daga eftir bólusetningu:
   • mæði
   • skyndilegir nýir, slæmir verkir í höfði, brjósti eða kvið
   • verkir og bólga í útlim annars staðar en þar sem bóluefni var gefið og án áverka
   • einkenni frá taugakerfi s.s. sjóntruflanir/þokusýn
   • húðblæðingar (punktblæðingar eða marblettir) annars staðar en þar sem bóluefni var gefið
 • Blóðflögufæð – mælt er með að fylgst sé með blóðflögumælingum í kjölfar bólusetningar með Vaxzevria ef bólusettur einstaklingur hefur sögu um vandamál tengd blóðflögum
 • Smáæðabólga í húð (e. cutaneous small vessel vasculitis)
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni.

Vaxzevria/Astra Zeneca bóluefnisjá nánar á vef Lyfjastofnunar.

 • Bráðaofnæmiseinkenni¥
 • Þverrofs mænubólga (e. transverse myelitis) – leita skal læknis ef eftirfarandi einkenni koma fram í fyrsta sinn eftir bólusetningu, öðru megin eða báðu megin:
   • Dofatilfinning í útlimum
   • Máttleysi í útlimum eða bol
   • Vandamál tengd þvag- eða saurútskilnaði, hvort sem er leki eða tregða
 • Guillain-Barré heilkenni – leita skal læknis ef eftirfarandi einkenni koma fram í fyrsta sinn eftir bólusetningu (tímalína óviss) – sjá nánar hjá Lyfjastofnun Evrópu 
   • Tvísýni eða erfiðleikar við augnhreyfingar
   • Erfiðleikar við að kyngja, tyggja eða tala
   • Breytingar á jafnvægi eða samhæfingu hreyfinga
   • Erfiðleikar við gang
   • Dofatilfinning í útlimum
   • Máttleysi í útlimum, bol eða andliti
   • Vandamál tengd þvag- eða saurútskilnaði, hvort sem er leki eða tregða
 • Heilkenni háræðaleka* - sjá einnig grein hjá Lyfjastofnun Evrópu. Athugið að einstaklingar með fyrri sögu um þetta heilkenni mega ekki fá bólusetningu með Vaxzevria.
   • Bjúgur, sérstaklega á útlimum
   • Lækkaður blóðþrýstingur
   • Við blóðrannsókn getur komið í ljós hækkað rauðkornahlutfall/hematocrit og lækkað albúmín.
 • Blóðtappar samfara blóðflögufæð*talin raunveruleg orsakatengsl en ferli óþekkt. Dæmi um einkenni sem þarf að hafa í huga og leita strax til læknis ef koma fram í fyrsta sinn innan 14 daga eftir bólusetningu:
   • mæði
   • skyndilegir nýir, slæmir verkir í höfði, brjósti eða kvið
   • verkir og bólga í útlim annars staðar en þar sem bóluefni var gefið og án áverka
   • einkenni frá taugakerfi s.s. sjóntruflanir/þokusýn
   • húðblæðingar (punktblæðingar eða marblettir) annars staðar en þar sem bóluefni var gefið
 • Blóðflögufæð – mælt er með að fylgst sé með blóðflögumælingum í kjölfar bólusetningar með Vaxzevria ef bólusettur einstaklingur hefur sögu um vandamál tengd blóðflögum
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni.

 

¥ Einstaklingar sem fá bráðaofnæmi eftir bólusetningu gegn COVID-19 mega ekki fá COVID-19 bólusetningu aftur nema að undangengnu mati hjá ofnæmislækni og þá á sjúkrahúsi.

* Einstaklingar sem fá þessi einkenni eftir fyrri skammt tveggja skammta bóluefnis mega ekki fá sama bóluefni aftur. Leita þarf ráða hjá eigin lækni sem metur í samvinnu við sérfræðing í bólusetningum hjá sóttvarnalækni hvort annað bóluefni komi til greina til að ljúka bólusetningu.

Sjá einnig um aukaverkanir COVID-19 bóluefna sem tilkynntar hafa verið hérlendis á vef Lyfjastofnunar (sjá neðarlega á síðunni „Nýjustu COVID-19 fréttir.“)

Tilkynning til Lyfjastofnunar:

Allir geta tilkynnt aukaverkun lyfja (þ.m.t. bóluefna). Aðstandendur og starfsfólk, t.d. á dvalarheimilum, geta t.d. tilkynnt um aukaverkun fyrir skjólstæðinga. Lögð er sérstök áhersla á að tilkynntar séu nýjar aukaverkanir (aukaverkanir sem ekki eru þekktar og er þar af leiðandi ekki getið í fylgiseðlinum), aukaverkanir sem lýst hefur verið en með óþekkta tíðni (sem er þá óvissa um tengsl við bólusetningu) og alvarlegar aukaverkanir (aukaverkanir sem þarfnast meðferðar umfram verkjastillingu/hitalækkandi lyf). Hægt er að tilkynna aukaverkanir til heilbrigðisstarfsfólks sem tilkynnir þá áfram til Lyfjastofnunar eða beint á vef Lyfjastofnunar.


Fyrst birt 25.03.2021
Síðast uppfært 19.04.2022

<< Til baka