Mögulegar aukaverkanir COVID-19 bóluefna önnur en virkjun ónæmiskerfis

Þessar aukaverkanir ætti að tilkynna til Lyfjastofnunar í öllum kringumstæðum þar sem sérstakt eftirlit er með þessum lyfjum. Athugið að ekki er víst að um eiginleg tengsl við bóluefni sé að ræða en með góðri skráningu slíkra einkenna eftir bólusetningu verður mögulega hægt að staðfesta eða hrekja tengslin. Ef tengsl eru staðfest getur verið hægt að skilgreina hópa í sérstakri áhættu fyrir slíkar aukaverkanir og gera ráðstafanir eða frekari leiðbeiningar um notkun bóluefnanna hjá þeim hópum.

Comirnaty/Pfizer bóluefni: sjá nánar á vef Lyfjastofnunar.

 • Bráðaofnæmiseinkenni
 • Andlitstaugarlömun
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni

Moderna bóluefni: sjá nánar á vef Lyfjastofnunar.

 • Bráðaofnæmiseinkenni
 • Andlitstaugarlömun
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni

Astra Zeneca bóluefnisjá nánar á vef Lyfjastofnunar.

 • Bráðaofnæmiseinkenni
 • Blóðtappar samfara blóðflögufæð – ekki hefur verið staðfest að um orsakatengsl við bólusetningu með Astra Zeneca sé að ræða en grunur er um það. Dæmi um einkenni sem þarf að hafa í huga og leita strax til læknis ef koma fram í fyrsta sinn innan 14 daga eftir bólusetningu:
  • mæði
  • skyndilegir nýir, slæmir verkir í höfði, brjósti eða kvið
  • verkir og bólga í útlim annarstaðar en þar sem bóluefni var gefið og án áverka
  • einkenni frá taugakerfi s.s. sjóntruflanir/þokusýn
  • húðblæðingar (punktblæðingar eða marblettir) annarstaðar en þar sem bóluefni var gefið
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni

 Janssen bóluefni: sjá fylgiseðil

 • Bráðaofnæmiseinkenni
 • Önnur skyndileg, ný einkenni sem talin eru geta tengst bóluefni

Tilkynning til Lyfjastofnunar:

Allir geta tilkynnt aukaverkun lyfja (þ.m.t. bóluefna). Aðstandendur og starfsfólk, t.d. á dvalarheimilum, geta t.d. tilkynnt um aukaverkun fyrir skjólstæðinga. Lögð er sérstök áhersla á að tilkynntar séu nýjar aukaverkanir (aukaverkanir sem ekki eru þekktar og er þar af leiðandi ekki getið í fylgiseðlinum), aukaverkanir sem lýst hefur verið en með óþekkta tíðni (sem er þá óvissa um tengsl við bólusetningu) og alvarlegar aukaverkanir (aukaverkanir sem þarfnast meðferðar umfram verkjastillingu/hitalækkandi lyf). Hægt er að tilkynna aukaverkanir til heilbrigðisstarfsfólks sem tilkynnir þá áfram til Lyfjastofnunar eða beint á vef Lyfjastofnunar.


Fyrst birt 25.03.2021

<< Til baka