Bólusetningar COVID-19. Skráningarkerfið leiðbeiningar.

Útgáfur og helstu breytingar.

 

Nýtt í útgáfu 2.12:

Við innskráningu á nú að sjást Version 2.12 . Ef ekki þarf að "refresha" vefsíðuna (CTRL+F5 ) eða endurræsa tölvuna.

Breytingarnar að þessu sinni eru eftirfarandi:

 1. Mismunandi bóluefni í fyrri og seinni bólusetningu. Hingað til hefur sama bóluefnið þurft í fyrri og seinni bólusetningu til að kerfið samþykkti bólusetninguna.
 2. Í boðun þvert á hópa er nú hægt að sía út einstaklinga sem hafa athugasemdir.
 3. Breyta símanúmeri í bólusetningarvalmynd. Nú er hægt að breyta símanúmeri einstaklings inni í einstaklingsspjaldi í bólusetningarvalmyndinni.
 4. Sýna næstu boðun, óháð hópi. Næsta boðun einstaklings er nú sýnd í öllum hópum, óháð því hvort einstaklingurinn var boðaður í þeim hópi eða öðrum hópi. Hér sjáum við Næstu boðun hjá einstaklingi sem var boðaður í öðrum hópi.
 5. Hægt að hleypa seinni bólusetningu í gegn Í bólusetningarviðmótinu er hægt að setja skilyrði sem einstaklingar í bólusetningu þurfa að uppfylla svo bólusetning fari í gegnum kerfið.

Nýtt í útgáfu 2.11:

 1. Í hópasýn er hægt að sía niður á staðsetningu bólusetningar. Ef hópur er opnaður í hópasýn er nú hægt sía niður á staðsetningu bólusetningar. Sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi skjali.

Nýtt í útgáfu 2.9:

Við innskráningu á nú að sjást Version 2.9 - ef ekki, þarf að "refresha" vefsíðuna (CTRL+F5 ) eða endurræsa tölvuna.

 1. Í hópasýn er hægt að velja x marga úr hópnum - Ef hópur er opnaður í hópasýn er nú hægt að slá inn fjölda þeirra sem velja á úr hópnum.
 2. Filter í Bólusetningum - hægt er að setja inn fæðingarár frá og til, boðun frá og til og hópa.
 3. Boðun þvert á hópa - Ný eining er nú aðgengileg þeim sem hafa aðgang að Hópaumsýslu (listamönnum). Einingin kallast „Boða þvert á hópa“. 

Nýtt í útgáfu 2.8:

 1. Athugasemd birtist nú undir Bólusetning – nú er hægt að sjá athugasemdir sem hafa verið skráðar, breyta þeim og skrá nýja athugaeamd.
 2. Nú er hægt að breyta símanúmeri í Hópaumsýslu – nú er hægt að breyta símanúmeri með því að smella á einstakling.

Nýtt í útgáfu 2.7:

 1.  Athugasemd í einstaklingsspjaldi (Hópaumsýsla) - nú hægt að opna einstakling og skrá athugasemd við hann, rétt eins og í bólusetningum og leit.
 2. Bæta við og breyta lotunúmerum – nú er hægt í valmynd admin notenda að bæta við lotunúmerum og leita eftir þeim.
 3. Nýr filter í hópaumsýslu – nú er hægt að filtera á hópinn eftir því hvenær fyrri bólusetningu lauk.

Nýtt í útgáfu 2.5 ( engin útg. 2.6):

 1. Ný staða fyrir sýnatöku sem er aðeins eftir 5 daga, er fyrir börn sem ferðast ein eða með foreldrum sem ekki þurfa að fara í sýnatöku.
 2. Bólusetningarvottorð
 3. Skráning heimilisfangs/aðseturs er nú skylda fyrir allar stöður nema sýnatöku.

Nýtt í útgáfu 2.4:

 1. Yfirlit bólusetninga - nú er hægt að sjá yfirlit yfir fjölda boðana og bólusetninga niður á dag og staðsetningu
 2. Kennitala í bólusetningu - nú er hægt að slá inn kennitölu í Bólusetningu rétt eins og strikamerki.
 3. Síur eru vistaðar - nú vistast síur sem valdar hafa verið til að sía lista.
 4. Viðvaranir í bólusetningu - nokkrar tegundir af viðvörunum geta komið upp við bólusetningu (hópabólusetning og almenn bólusetning).
 5. Næsta boðun - í leitinni má nú sjá nýja röð, "Næsta boðun", þar sem hægt er að sjá hvert og hvenær einstaklingur er boðaður næst í bólusetningu.
 6. Talningar fyrri/seinni lokið - í hópaumsýslu og hópbólusetningu eru dálkarnir "Fyrri lokið" og "Seinni lokið" sem sýna talningu fyrir afgreidda einstaklinga.
 7. Óvirkar lotur - hægt er að merkja bóluefni eða lotunúmer sem óvirk í kerfinu og er þá ekki hægt að bólusetja með þeim.
 8. Hópar á einstaklingsspjaldi - hópar, sem einstaklingur er í, koma nú fram á einstaklingsspjaldi, í leit, hópaumsýslu og hópabólusetningu.
 9. Staðsetningum hefur verið bætt við – bólusetningarstöðum í hverju umdæmi hefur nú verið bætt við.

Nýtt í útgáfu 2.3:

 1. Boðun hluta hóps – síun
 2. Breyta skráningu bólusetningar
 3. Kennitöludálkur raðar eftir aldri
 4. Fjöldi meðlima hóps sést nú þegar hópur er opnaður
 5. Lotunúmer er nú hluti af lýsingu bóluefnis
 6. Athugasemd skráð í gegnum Leit
 7. Bólusetningartakki tekur nú mið af bólusetningarstöðu

Fyrst birt 05.03.2021

<< Til baka