Leiðbeiningar um sóttvarnir, sýnatöku og sóttkví fyrir einstaklinga sem eru bólusettir gegn COVID-19

Í samráði við smitsjúkdómalækna Landspítala hefur sóttvarnalæknir gert eftirfarandi leiðbeiningar varðandi sóttvarnir, sýnatöku og sóttkví fyrir þá sem hafa verið bólusettir gegn COVID-19. Þessar leiðbeiningar verða uppfærðar eftir þörfum.

Með bólusettum einstaklingi er átt við full bólusetta. T.d. ef þarf tvo skammta af bóluefni til að vera full bólusettur þá gilda sömu reglur eftir einn skammt og gilda fyrir óbólusetta einstaklinga:

1.  Bólusettur almenningur

  • Ekki útsettir fyrir COVID-19
   Sömu sóttvarnir og gilda fyrir aðra á hverjum tíma s.s. nándarregla, grímuskylda og fjöldatakmarkanir.

  • Útsettir fyrir COVID-19 skv. rakningu (nánd við sýktan einstakling)
   Boð í nefkoks PCR sýnatöku á degi 0 (dagur útsetningar) og mótefnamælingu, síðan:
    • Ef með mótefni: Nefkokssýnataka á degi 7 og einkennavöktun á milli, ekki í sóttkví en á ekki að heimsækja viðkvæma staði/einstaklinga.
    • Ef ekki með mótefni: Nefkoks sýnataka á degi 7, full sóttkví á milli.
  • Ef neitar boði um sýnatöku eða mótefnamælingu gildir hefðbundin heimasóttkví í 14 daga sem má stytta með sýnatöku eftir 7 daga.

2.  Bólusettir ferðamenn á landamærum

 • Skv. núgildandi reglugerð er undanþága frá sýnatöku og sóttkví fyrir þá sem hafa alþjóðabólusetningarskírteinið útfyllt í samræmi við alþjóðaheilbrigðisreglugerðina frá öllum löndum. Sama gildir um bólusetningarvottorð frá EES/EFTA-ríkjum sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis.
 • Útsettir fyrir COVID-19 skv. rakningu (nánd við sýktan einstakling)
  Boð í nefkoks PCR sýnatöku á degi 0 (dagur útsetningar) og mótefnamælingu, síðan:
   • Ef með mótefni: Nefkokssýnataka á degi 7 og einkennavöktun á milli, ekki í sóttkví en á ekki að heimsækja viðkvæma staði/einstaklinga.
   • Ef ekki með mótefni: Nefkoks sýnataka á degi 7, full sóttkví á milli.
   • Ef neitar boði um sýnatöku eða mótefnamælingu gildir hefðbundin heimasóttkví í 14 daga sem má stytta með sýnatöku eftir 7 daga.

3.  Bólusettir heilbrigðisstarfsmenn

 • Útsettir fyrir COVID-19 í starfi

Nefkoks PCR sýnataka á degi 0 og mótefnamæling, síðan:

 • Ef með mótefni: Nefkokssýnataka á degi 7 og einkennavöktun á milli. Ekki í sóttkví gagnvart samfélagi. Sóttkví C á vinnustað.
 • Ef ekki með mótefni: Nefkokssýnataka á degi 7, og full sóttkví á milli bæði úti í samfélaginu og gagnvart vinnustað. Hægt að sækja um B1 sóttkví í samráði við yfirmann.

Alltaf gildir að ef bólusettur einstaklingur fær einkenni sem gætu verið COVID-19, þá á sá að fara í sýnatöku sem fyrst og mæta ekki til vinnu eða fara heim ef kominn til vinnu. Ef sýni er neikvætt skal mæting aftur í vinnu ákveðin í samráði við yfirmann, þegar einkenni eru gengin yfir.


Fyrst birt 23.02.2021
Síðast uppfært 12.03.2021

<< Til baka