Krafa um neikvætt COVID-19 próf við komuna til landsins

(Enska - Pólska - Spænska - Litháíska)

 

Ferðamenn þurfa að forskrá sig á covid.is. Þar er einnig netspjall fyrir spurningar.

Eftir meira en sólarhringsdvöl á skilgreindu áhættusvæði undanfarna 14 daga getur ferðamaður þurft að sýna vottorð um neikvætt COVID-19 próf við byrðingu og komuna til landsins skv. reglugerð. Flugrekendum ber skylda til að kanna forskráningu og að farþegar geti framvísað viðeigandi vottorði skv. reglugerð.

 

Hvaða ferðamenn þurfa að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi?

 • Ferðamenn sem hafa ekki tengsl við Ísland (sjá hvað telst tengsl hér fyrir neðan)

Einstaklingi sem er það skylt en framvísar ekki vottorði um neikvætt próf við komu til landsins skal gangast undir sýnatöku á landamærum. Á meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku þarf að fylgja reglum um sóttkví. Einstaklingur sem getur ekki eða vill ekki gangast undir sýnatöku skal sæta sóttkví í 14 daga. Brot gegn reglugerð getur varðað sektum eða fangelsi skv. 19. gr. sóttvarnalaga nr.  19/1997 eða 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 


Undanþága á að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi:

 • Ferðamenn með tengsl við Ísland.
  • Tengsl við Ísland: Íslenskur ríkisborgari, einstaklingar búsettir á Íslandi eða með atvinnu- eða dvalarleyfi (þ.m.t. umsækjendur um slíkt leyfi) og einstaklingar sem koma til vinnu eða náms í meira en sjö daga. Einstaklingar sem sækja um alþjóðlega vernd. Þá teljast aðstandendur framangreindra hópa vera með tengsl við Ísland.
  • Bólusettir/mótefnavottorð/jákvætt PCR próf eldra en 180 daga: Ein COVID-19 sýnataka á næstu 2 dögum eftir komuna.
  • Óbólusettir: COVID-19 PCR próf við komuna og aftur eftir 5 daga sóttkví.

 

Undanþágu á að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi og sýnatöku:

 • Ferðamenn sem framvísa jákvæðu PCR prófi sem er eldra en 14 daga og yngra en 180 daga (nema ferðamenn frá ákveðnum hááhættusvæðum sem þurfa að fara í tvö PCR próf og 5 daga sóttkví, fyrir utan börn fædd 2016 og síðar, sjá nánar hér). 
 • Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir landamærastöð (flugvöll).
 • Flugáhöfn með tengsl við Ísland í vinnuferð erlendis í 48 klukkustundir eða skemur.
 • Börn fædd 2005 og síðar.


Skilyrði sóttvarnalæknis um neikvæð COVID-19 próf:

 • Neikvætt PCR próf eða hraðpróf (antigen, NAAT eða LAMP próf)
 • Próf má ekki vera eldra en 72 klst við byrðingu (brottför) erlendis
  • Ef kemur með tengiflugi þá telur 72 klst frá byrðingu fyrsta flugleggjar
 • Vottorð getur verið rafrænt eða á pappír
 • Viðurkennd frá öllum löndum
 • Tungumál: enska eða Norðurlandamál (íslenska, danska, norska, sænska) þó ekki finnska
  • Önnur tungumál má taka gild ef stimpluð þýðing af löggildum skjalaþýðanda fylgir á einu af tungumálunum sem krafist er.
 • Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki)
 • Fæðingardagur (eða kennitala)
 • Dagsetning rannsóknar (hvenær próf tekið)
 • Útgefandi vottorðs (rannsóknarstofa, stofnun)
 • Hvers kyns sjálfspróf eru ekki viðurkennd. Sjálfspróf er próf þar sem einstaklingurinn tekur sýnið sjálfur (einnig kallað heimapróf).
 • Ekki eru gerðar ákveðnar kröfur um næmi (e. sensitivity) og sértæki (e. specificity) PCR- eða hraðprófa en til viðmiðunar eru hraðpróf leyfð til notkunar á Íslandi með a.m.k. 90% næmi og a.m.k. 97% sértæki skv. faglegum fyrirmælum landlæknis.

Fyrst birt 18.02.2021
Síðast uppfært 21.01.2022

<< Til baka