Um notkun bóluefna gegn COVID-19 á Íslandi

(Enska - Pólska)

 

Pfizer/BioNTech:

 • mRNA bóluefni (erfðaefni í fituögn, engin veira).
   • Líkaminn les mRNA og myndar prótín sem ónæmiskerfið lærir að þekkja.
 • Þarf að flytja við mjög kaldar aðstæður en geymist nokkra daga í kæli áður en fer í notkun.
 • 6 skammtar í glasi ef réttur búnaður er til staðar, annars 5.
 • Þarf að blanda og nota alla skammta strax.
   • Þarf að safna fólki saman en ekki mjög mörgum, hentar vel um allt land.
 • Ofnæmi algengara en við sum önnur bóluefni.
 • Tekur 3 vikur að klára bólusetningu, á ekki að draga lengur en 6 vikur*
   • Þarf í einhverjum tilvikum að geyma bóluefni til að tryggja að sé hægt að hafa viðeigandi bil á milli bólusetninga.
 • Viðeigandi að nota fyrir 16 ára og eldri, þ.á m. 65 ára og eldri (rannsóknir) fullnægjandi) og einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Rannsóknar á bólusetningu barna frá 12 ára aldri hafa skilað niðurstöðum til markaðsleyfisveitenda víða um heim og Lyfjastofnun Evrópu hefur hafið umfjöllun um notkun bóluefnisins fyrir 12–15 ára.
 • Fyrsta bóluefnið sem barst til landsins. Um 245.000 einstaklingar verða bólusettir með þessu:
   • Aldraðir og heilbrigðisstarfsmenn fyrst.
   • Áhættuhópar sem liggur mest á að klári bólusetningu (t.d. vegna tafa á meðferð til að nái að fá bólusetningu, s.s. krabbameinsmeðferð, líftæknilyf við gigt o.s.frv.).
   • Allir 16-17 ára einstaklingar sem kjósa að þiggja bólusetningu þar sem ekkert annað bóluefni er skráð fyrir þann aldur ennþá.
   • Aðrir þar til bóluefnið klárast, skv. birtri forgangsröð.

Moderna:

 • mRNA bóluefni (erfðaefni í fituögn, engin veira).
   • Líkaminn les mRNA og myndar prótín sem ónæmiskerfið lærir að þekkja.
 • Minna umstang við flutning til landsins en þarf að vera í myrkri í flutningi og geymslu.
 • 11 skammtar í glasi ef réttur búnaður er til staðar, annars 10.
 • Þarf að blanda og nota alla skammta úr glasinu strax.
   • Þarf að safna fólki saman í fremur stóra hópa, hentar best í þéttbýli.
 • Ofnæmi algengara en við sum önnur bóluefni.
 • Tekur 4 vikur að klára bólusetningu, á ekki að draga lengur en 5 vikur*.
   • Þarf að geyma skammta til að tryggja að hægt sé að hafa viðeigandi bil á milli bólusetninga.
 • Viðeigandi að nota fyrir 18 ára og eldri, þ. á m. 65 ára og eldri (rannsóknir fullnægjandi) og einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Rannsóknir á bólusetningu barna eru hafnar.
 • Annað bóluefnið sem barst til landsins. Um 147.000 einstaklingar verða bólusettir með þessu:
   • Heilbrigðisstarfsmenn og viðbragðsaðilar (lögregla o.fl.) fyrst, aðallega í þéttbýli.
   • Áhættuhópar sem liggur mest á að klári bólusetningu (t.d. vegna tafa á meðferð til að nái að fá bólusetningu, s.s. líftæknilyfjameðferð), aðallega í þéttbýli.
   • Aðrir þar til bóluefnið klárast, skv. birtri forgangsröð.

 

Astra Zeneca:

 • Apa-kvefveira sem er búið að óvirkja þannig að hún getur ekki fjölgað sér og bæta við erfðaefni fyrir sama prótín og við myndum eftir mRNA bólusetningu.
 • Flutt og geymt við sömu aðstæður og bóluefni sem við notum daglega í heilsugæslunni.
 • 10 skammtar í glasi.
   • Þarf að nota innan fárra klukkustunda frá opnun glassins en þarf ekki að blanda og nota strax eins og mRNA bóluefnin.
   • Getur hentað ágætlega í dreifbýli þótt kalla þurfi nokkuð marga í bólusetningu sama dag.
 • Ofnæmi ekki eins algengt og við mRNA bóluefnin.
 • Óvenjuleg gerð blóðtappa hefur komið fram sem alvarleg en afa sjaldgæf aukaverkun í mörgum Evrópulöndum (misalgengt eftir löndum, 1/23.000–100.000 skammta), sjá nánar hér.
 • Tekur 12 vikur að klára bólusetningu, má hafa styttra bil en vörn betri með lengra bili*.
   • Þarf ekki að geyma skammta til að tryggja að sé nákvæmt bil á milli.
 • Skráð fyrir fyrir 18 ára og eldri. Til að byrja með var óvíst um virkni hjá 65 ára og eldri vegna fárra þátttakenda á þeim aldri í rannsóknum fyrir markaðssetningu en þau gögn eru nú fullnægjandi vegna rannsókna frá Bretlandi, sjá hér og hér . Viðeigandi fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Rannsóknir á bólusetningu barna hafnar. Breytingar á hópum sem fá þetta bóluefni í mars 2021 og endurtekið síðan vegna blóðtappa af óvenjulegu tagi, (sjá hér að ofan).
 • Þriðja bóluefnið sem berst til landsins. Um 115.000 einstaklingar verða bólusettir með þessu:
  • Bólusettir fyrir 10. mars 2021:
   • Starfsmenn á hjúkrunarheimilum, 18–64 ára.
   • Áhættuhópar sem þurfa að hefja bólusetningu sem fyrst en eru ekki á meðferð sem hefur áhrif á tímasetningu seinni skammts, 18–64 ára.
   • Heilbrigðisstarfsmenn sem ekki hafa þegar fengið bólusetningu.
  • Bólusettir eftir 24. mars 2021:
   • Einstaklingar 70 ára og eldri sem ekki hafa þegar verið bólusettir (hópur 6 skv. birtri forgangsröð).
   • Bíðum gagna um aðra lág-áhættuhópa m.t.t. blóðtappa til að víkka út bólusetningu.
  • Bólusettir eftir 9. apríl 2021:
   • Einstaklingar 60 ára og eldri sem ekki hafa sögu um sjálfsprottna sega eða sjúkdóma sem auka hættu á bláæðasegamyndun.
  • Bólusettir eftir 30. apríl 2021:
   • Konur 55 ára og eldri sem ekki hafa sögu um sjálfsprottna sega eða ákveðna sjúkdóma sem auka hættu á bláæðasegamyndun.
   • Karlar sem ekki hafa sögu um sjálfsprottna sega eða ákveðna sjúkdóma sem auka hættu á bláæðasegamyndun.
  • Bólusettir eftir 12. maí 2021:
   • Konur fæddar 1966 eða fyrr sem ekki hafa sögu um sjálfsprottna sega eða ákveðna sjúkdóma sem auka hættu á bláæðasegamyndun.
   • Karlar fæddir 1981 eða fyrr sem ekki hafa sögu um sjálfsprottna sega eða ákveðna sjúkdóma sem auka hættu á bláæðasegamyndun.
   • Konur fæddar 1967 eða síðar og karlar fæddir 1982 eða síðar sem hafa þegar fengið fyrri skammt geta óskað eftir að ljúka bólusetningu með sama bóluefni þótt gert sé ráð fyrir að fái frekar annað bóluefni.

 

Janssen:

 • Kvefveira (adenóveira 26) sem er búið að óvirkja þannig að hún getur ekki fjölgað sér og bæta við erfðaefni fyrir sama prótín og við myndum eftir mRNA bólusetningu.
 • Flutt frosið en má geyma á bólusetningastað við sömu aðstæður og bóluefni sem við notum daglega í heilsugæslunni.
 • 5 skammtar í glasi.
  • Þarf að nota innan fárra klukkustunda frá opnun glassins en þarf ekki að blanda og nota strax eins og mRNA bóluefnin.
  • Getur hentað ágætlega í dreifbýli og fyrir einstaklinga sem er erfitt að ná til fyrir endurbólusetningu vegna búsetu, starfs eða annars.
 • Ofnæmi  ekki eins algengt og við mRNA bóluefnin.
 • Blóðtappar af sama tagi og þekktir eru eftir Astra Zeneca bóluefni hafa komið fram þar sem milljónir skammta hafa verið notaðir en eru afar sjaldgæfir.
 • Einn skammtur dregur verulega úr líkum á smiti, alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna COVID-19 sjúkdóms. Verið er að skoða hvort örvunarskammtur efli enn frekar vörnina
 • Viðeigandi að nota fyrir 18 ára og eldri. Viðeigandi fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Rannsóknir á bólusetningu barna hafnar.
 • Fjórða bóluefnið sem berst til landsins. Um 235.000 einstaklingar verða bólusettir með þessu:
  • Áhættuhópar sem þurfa bólusetningu sem fyrst, þó ekki mælt með þessu bóluefni fyrir mjög ónæmisbælda einstaklinga að svo stöddu né fyrir barnshafandi konur.
  • Einstaklingar sem óvíst er um að geti þegið tvo skammta hér á landi, s.s. einstaklingar sem starfa hér en eiga lögheimili erlendis eða starfa erlendis og eiga lögheimili hér.
  • Aðrir þar til bóluefnið klárast, skv. birtri forgangsröð.

*Tímabil milli skammta sem notað er við bólusetningar er háð því hvernig bil milli skammta var í rannsóknum á bóluefni fyrir markaðssetningu. Almennt er meiri hætta á að svara síður bólusetningu ef bil á milli skammta er of stutt heldur en ef það er lengra en framleiðandi leggur upp með.


Fyrst birt 04.02.2021
Síðast uppfært 13.05.2021

<< Til baka