Um notkun bóluefna gegn COVID-19 á Íslandi

Pfizer/BioNTech:

 • mRNA bóluefni (erfðaefni í fituögn, engin veira).
   • Líkaminn les mRNA og myndar prótín sem ónæmiskerfið lærir að þekkja.
 • Þarf að flytja við mjög kaldar aðstæður en geymist nokkra daga í kæli áður en fer í notkun.
 • 6 skammtar í glasi ef réttur búnaður er til staðar, annars 5.
 • Þarf að blanda og nota alla skammta strax.
   • Þarf að safna fólki saman en ekki mjög mörgum, hentar vel um allt land.
 • Ofnæmi algengara en við sum önnur bóluefni.
 • Tekur 3 vikur að klára bólusetningu, á ekki að draga lengur en 6 vikur*
   • Þarf að geyma skammta til að tryggja að sé hægt að hafa viðeigandi bil á milli bólusetninga.
 • Viðeigandi að nota fyrir 16 ára og eldri, þ.á m. 65 ára og eldri (rannsóknir fullnægjandi) og einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Rannsóknar á bólusetningu barna eru hafnar.
 • Fyrsta bóluefnið sem barst til landsins. Um 125.000 einstaklingar verða bólusettir með þessu:
   • Aldraðir og heilbrigðisstarfsmenn fyrst.
   • Áhættuhópar sem liggur mest á að klári bólusetningu (t.d. vegna tafa á meðferð til að nái að fá bólusetningu, s.s. krabbameinsmeðferð, líftæknilyf við gigt o.s.frv.).
   • Aðrir þar til bóluefnið klárast, skv. birtri forgangsröð.

Moderna:

 • mRNA bóluefni (erfðaefni í fituögn, engin veira).
   • Líkaminn les mRNA og myndar prótín sem ónæmiskerfið lærir að þekkja.
 • Minna umstang við flutning til landsins en þarf að vera í myrkri í flutningi og geymslu.
 • 11 skammtar í glasi ef réttur búnaður er til staðar, annars 10.
 • Þarf að blanda og nota alla skammta úr glasinu strax.
   • Þarf að safna fólki saman í fremur stóra hópa, hentar best í þéttbýli.
 • Ofnæmi algengara en við sum önnur bóluefni.
 • Tekur 4 vikur að klára bólusetningu, á ekki að draga lengur en 5 vikur*.
   • Þarf að geyma skammta til að tryggja að hægt sé að hafa viðeigandi bil á milli bólusetninga.
 • Viðeigandi að nota fyrir 18 ára og eldri, þ.á m. 65 ára og eldri (rannsóknir fullnægjandi) og einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Rannsóknir á bólusetningu barna eru hafnar.
 • Annað bóluefnið sem barst til landsins. Um 64.000 einstaklingar verða bólusettir með þessu:
   • Heilbrigðisstarfsmenn og viðbragðsaðilar (lögregla o.fl.) fyrst, aðallega í þéttbýli.
   • Áhættuhópar sem liggur mest á að klári bólusetningu (t.d. vegna tafa á meðferð til að nái að fá bólusetningu, s.s. líftæknilyfjameðferð), aðallega í þéttbýli.
   • Aðrir þar til bóluefnið klárast, skv. birtri forgangsröð.

Astra Zeneca:

 • Apa-kvefveira sem er búið að óvirkja þannig að hún getur ekki fjölgað sér og bæta við erfðaefni fyrir sama prótín og við myndum eftir mRNA bólusetningu.
 • Flutt og geymt við sömu aðstæður og bóluefni sem við notum daglega í heilsugæslunni.
 • 10 skammtar í glasi.
   • Þarf að nota innan fárra klukkustunda frá opnun glassins en þarf ekki að blanda og nota strax eins og mRNA bóluefnin.
   • Getur hentað ágætlega í dreifbýli þótt kalla þurfi nokkuð marga í bólusetningu sama dag.
 • Ofnæmi ekki eins algengt og við mRNA bóluefnin.
 • Tekur 12 vikur að klára bólusetningu, má hafa styttra bil en vörn betri með lengra bili*.
   • Þarf ekki að geyma skammta til að tryggja að sé nákvæmt bil á milli.
 • Viðeigandi að nota fyrir 18 ára og eldri, en óvíst um virkni hjá 65 ára og eldri vegna fárra þátttakenda á þeim aldri í rannsóknum fyrir markaðssetningu. Viðeigandi fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu en verður ekki notað fyrir þá sem brýnast er að klári bólusetningu sem fyrst, s.s. þá sem þurfa líffæraígræðslu eða eru á líftæknilyfjum sem geta truflað svar við bólusetningu og þarf því mögulega að aðlaga lyfjagjöf að tímasetningu bólusetningar. Rannsóknir á bólusetningu barna hafnar.
 • Þriðja bóluefnið sem berst til landsins. Um 115.000 einstaklingar verða bólusettir með þessu:
   • Starfsmenn á hjúkrunarheimilum, 18–64 ára.
   • Áhættuhópar sem þurfa að hefja bólusetningu sem fyrst en eru ekki á meðferð sem hefur áhrif á tímasetningu seinni skammts, 18–64 ára.
   • Heilbrigðisstarfsmenn sem ekki hafa þegar fengið bólusetningu, 18–64 ára.
   • Aðrir 18–64 ára þar til bóluefnið klárast, skv. birtri forgangsröð.

*Tímabil milli skammta sem notað er við bólusetningar er háð því hvernig bil milli skammta var í rannsóknum á bóluefni fyrir markaðssetningu. Almennt er meiri hætta á að svara síður bólusetningu ef bil á milli skammta er of stutt heldur en ef það er lengra en framleiðandi leggur upp með.


Fyrst birt 04.02.2021
Síðast uppfært 11.02.2021

<< Til baka