COVID-19 bólusetningar einstaklinga með ofnæmi

Eftirfarandi ofnæmissjúklinga má bólusetja án sérstakra ráðstafana:

Einstaklingar með sögu um bráðaofnæmi vegna:
a. Fæðuofnæmis
b. Latexofnæmis
c. Skordýraofnæmis (geitunga)
d. Loftborinna ofnæmisvalda (dýra, frjókorna, myglu, rykmaura)
e. Lyfja sem gefin eru um munn
f. Einstaklinga með ættarsögu um bráðaofnæmi

Þessir einstaklingar eru ekki líklegri til að fá bráðaofnæmi við bólusetningu en almennt þýði.

Athugið að allir þurfa að bíða á bólusetningarstað í lágmark 15 mín. eftir bólusetningu vegna möguleika á bráðum einkennum eftir bólusetningu.

Eftirfarandi ofnæmissjúklinga á ekki að bólusetja við COVID-19:

Einstaklingar með sögu um bráðaofnæmiskast
a. af óþekktum toga
b. vegna fyrri bólusetningar
c. vegna annarra lyfja sem gefin eru í vöðva eða undir húð
d. vegna ofnæmis fyrir polyethylene glycol (PEG) eða polysorbate (Tween 80)

Hópar sem ætti að bólusetja á sjúkrastofnun og bíða 30 mín. eftir bólusetningu:

  • Einstaklingar með astma sem ekki eru einkennalausir á núverandi meðferð
  • Einstaklingar með undirliggjandi mastfrumuger (mastocytosis)

Félag ofnæmis- og ónæmislækna mælir einnig með að bólusetja alla sem eru á beta blokkerum við þessar aðstæður en við bólusetningar einstaklinga í heimahjúkrun var ekki talin óþarfa áhætta að bólusetja einstaklinga á beta-blokkum í heimahúsi.

 


Fyrst birt 27.01.2021

<< Til baka