Lífið eftir COVID-19 bólusetningu

Sjá stærri mynd

Einkenni eftir bólusetningu:

Sjá um aukaverkanir hér.

Afar mikilvægt er að láta heilsugæslu eða þá stofnun sem bólusetti þig vita ef alvarlegar eða óvenjulegar aukaverkanir/fylgikvillar koma fram eftir bólusetningu. Ef vafi leikur á tengslum einkenna við bólusetningu er rétt að tilkynna þau frekar en ekki þar sem um ræðir ný lyf sem sæta sérstöku eftirliti. Athugið að ef bólusett er þétt með samskonar bóluefni eru almennt séð töluverðar líkur á að fram komi einkenni ónæmisvirkjunar (hiti, slappleiki, þreyta, óþægindi á stungustað) á fyrsta sólarhring eftir seinni skammta. Þessi algengu einkenni er ekki þörf á að tilkynna til Lyfjastofnunar nema þau vari óvenju lengi (mat heilbrigðisstarfsmanns) eða séu óvenju alvarleg, t.d. ef allur handleggur bólgnar.


Sóttvarnaráðstafanir eftir bólusetningu:

Þeir sem hafa lokið bólusetningu við COVID-19 eru ekki undanþegnir þeim sóttvarnareglum sem gilda í íslensku samfélagi meðan COVID faraldur geisar (fjöldatakmörkunum, grímuskyldu, ráðstöfunum á vinnustað).

Bólusetning dregur úr hættu á smiti en útilokar það ekki og ekki er enn vitað hvort bólusetning dregur úr smiti til annarra ef bólusettur einstaklingur veikist af COVID-19.

Þeir sem hafa lokið bólusetningu gegn COVID-19 og hafa um það skírteini sem er gefið út í EU/EES landi eru undanskildir kröfu um skimun og sóttkví á landamærum skv. reglugerð nr. 18/2021. Skírteini á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) (gula bókin) eru einnig tekin gild þegar WHO hefur fjallað um og viðurkennt bóluefni sem skráð er í skírteinið. Sjá nánar í leiðbeiningum frá sóttvarnlækni.

Bólusetning kemur að svo stöddu ekki í veg fyrir sóttkví ef einstaklingi er skipað í sóttkví vegna umgengni við smitaðan einstakling.


Fyrst birt 21.01.2021

<< Til baka