Ráðleggingar varðandi bólusetningar eldri og hrumari einstaklinga gegn COVID-19

Ráðleggingar sóttvarnalæknis og landlæknis varðandi bólusetningar eldri og hrumari einstaklinga eru:

  • Ávallt þarf að vega og meta í hverju tilviki hvort bólusetja eigi hruma einstaklinga, einkum þá sem eru taldir nálægt lífslokum.
  • Ef ástand einstaklings er versnandi þarf að fara fram einstaklingsbundið mat á hvort rétt er að fresta eða hætta við bólusetningu.
  • Mat þarf að gera í samráði þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem best þekkja einstaklinginn, viðkomandi einstakling sjálfan sem og aðstandendur eftir atvikum.
  • Fresta skal bólusetningu hjá einstaklingum með bráð veikindi, hita eða bráða sýkingu og endurmeta þegar ástand viðkomandi er orðið betra. Þetta á reyndar við um alla aldurshópa en ekki síst þá sem eldri eru.

Sjá nánar frétt 19. janúar 2021.


Fyrst birt 19.01.2021

<< Til baka